05.03.1948
Efri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (1503)

45. mál, búfjárrækt

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Enda þótt segja megi, að hv. þingdeildir hafi farið þannig með þetta frv., að í raun og veru eru ekki nema tveir kaflar í því, sem að fullum notum koma, vegna smásálarlegs hugsunarháttar hv. þm., er þeir breyttu hinum köflunum, eins og t.d. kaflanum um hrossarækt, sem nú er þannig breyttur, að hann er svo að segja gagnslaus, — þá virðist mér þó það mikið gagn af þessum tveimur köflum, að ég tel sjálfsagt að samþykkja frv. og segi því já.