15.03.1948
Efri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1073 í B-deild Alþingistíðinda. (1580)

144. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Björn Kristjánsson:

Herra forseti. Ég held nú, að þessi ótti hv. þm. Barð. við það, að þessi brtt., ef samþ. yrði, gæti orðið til þess, að frv. falli, sé alveg ástæðulaus, því að brtt. er svo lítil og að því er mér finnst sjálfsögð, að ég hygg, að ekki sé hætta á, að neitað verði um að samþ. þetta frv., þó að hún verði samþ.

Varðandi hitt, að ýmsar aðrar opinberar stofnanir séu ekki skyldaðar til þess að birta sína reikninga á þennan hátt, sem vel má vera, að rétt sé, þá held ég, að það sé sízt til fyrirmyndar, heldur ætti að birta reikninga allra slíkra stofnana í stjórnartíðindum. Ég veit ekki betur en að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins birti alltaf skýrslur þeirrar stofnunar, líkt og bankarnir, svo að það er ekki ástæða til að gera þá kröfu til þeirrar stofnunar, að hún birti í stjórnartíðindum ársreikninga sína, úr því að þetta er gert.