01.03.1948
Neðri deild: 66. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1098 í B-deild Alþingistíðinda. (1653)

84. mál, sóknargjöld

Pétur Ottesen:

Þótt sóknargjöld hækki samkvæmt 1. gr., sé ég ekki fært að taka nokkuð af þessum gjöldum og leggja í sérstakan sjóð með tilliti til þess, að söfnuðirnir verða að sjá um byggingu kirkna, sem kosta mikið fé, og sjálfsagt er að hafa kirkjurnar í sem beztu ástandi. Ég vil ekki skerða þá möguleika með því að taka undan umráðum safnaðanna hluta af kirkjugjöldunum.

3. gr. (verður 2. gr.) samþ. með 18 shlj. atkv.

Brtt. 378,3 samþ. með 18 shlj. atkv.

4. gr. (verður 3. gr.), svo breytt, samþ. með 14:5 atkv.

5.–7. gr. (verða 4.–6. gr.) samþ. með 18 shlj. atkv.

Brtt. 378,4 (ný 8. gr., verður 7. gr.) samþ. með 22 shlj. atkv.

9. gr. (verður 8. gr.) samþ. með 22 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 18:3 atkv.