08.03.1948
Neðri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1099 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

84. mál, sóknargjöld

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Menntmn. hefur athugað þær brtt., sem fram komu, þegar þetta mál var síðast á dagskrá.

Um brtt. 435 er það að segja, að n. telur réttmætt að taka tillit til þeirra atriða, sem þar koma fram, og meðnm. mínir töldu, að betur yrði fyrir því séð í framkvæmd, sem segir í alið till., á þann hátt að orða það svo, að niðurjöfnun gjaldsins fari eftir efnum og ástæðum, en að segja, að það fari eftir sömu reglum og útsvör eru á lögð. Af þessum ástæðum er fram borin brtt. 445.

Um brtt. 436, frá hv. þm. Ísaf. (FJ), er það að segja. að n. lítur svo á, að orðalag hennar sé fremur til þess að bæta frv. en spilla því og mælir með, að hún verði samþykkt.