18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (1673)

84. mál, sóknargjöld

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Ég mun ekki flytja hér langa ræðu, því að nauðsynlegt er að flýta málinu, enda hef ég ekki vitað til þess, að þingræður sannfærðu menn, en ég verð að svara hv. 1. þm. N-M. því, sem hann spurði mig að. — Hann, hv. 1. þm. N–M., vildi draga í efa, að til væri sá maður, sem væri lögskráður á íslenzkt skip og væri í þjóðkirkjunni, en væri hér ekki heimilisfastur. Ég get vel hugsað mér slíka menn, t.d. útlendinga, sem hafa dvalarleyfi, en eru ekki íslenzkir ríkisborgarar. Þeir geta viljað vera í kirkju.

Þá spurði hv. þm., hvort þetta ákvæði um gjaldið varðandi þá, sem eru 16 eða 67 ára, ætti að gilda fyrir fram fyrir mann, sem verður 16 ára á því ári, er kirkjugjald fellur til greiðslu. Ég álít þetta ljóst um þá, sem eru orðnir 16 ára á áramótum á því ári, sem kirkjugjaldið fellur, og þetta hættir náttúrlega að gilda á næstu áramótum eftir að maðurinn er orðinn 67 ára.

Nú, það, sem hv. þm. sagði nm 3. gr., þá getur það verið álitamál. hvernig skuli fara, þegar föstu gjöldin hrökkva ekki, og sé ég raunar ekki, að mikill munur sé á 3. gr. og því, sem hv. þm. leggur til.

n. hafi unnið illa, — ja, menn verða að leggja þann dóm, sem þeim sýnist, á störf n., en ég vil benda á, að þótt langt sé síðan málið kom fram, þá er stutt síðan því var vísað til menntmn. þessarar d., og n. hefur haft mjög litinn tíma. og gerði ég áður grein fyrir þeim atriðum, sem ég er óánægður með, og hvers vegna ég sæi mér ekki fært að bera fram brtt.Hv. þm. Barð. rangfærði 3. gr. viljandi eða óviljandi. Hv. þm. sagði, að það væri á valdi sóknarn., hvort aukagjald væri lagt til kirkjunnar. Þetta er ekki rétt, því að til þess þarf leyfi safnaðarfundar. Það getur verið, að safnaðarfundir séu illa sóttir, en það er þá þeim sjálfum að kenna, ef þeir nenna ekki að mæta á fundinum, að gjöldin verða á þá lögð.

Hv. 4. landsk. er á móti frv., sem eðlilegt er, því að hann mun ekki vera í þjóðkirkjunni eða neinu trúarfélagi, og er ekkert við þessari afstöðu að segja. Hann vék að þeim ummælum mínum, að ég teldi nefskatt afsakanlegan til kirkjunnar, af því að hún væri félag, en hann taldi rangt að líkja kirkjunni við félagsskap. Ég sé nú ekki rök hans fyrir því. Hann sagði, að kirkjan væri áróðursstofnun, og það er rétt. Ég hygg nú, að árstillög séu greidd í félögum, sem reka áróður, t.d. pólitískum flokkum og pólitískum félögum. En aðalatriðið er, hvort greiða á kirkjugjald eða ekki. Þeir menn, sem eru í þjóðkirkjunni, greiði gjöld sín til hennar. En þeir, sem tilheyra öðrum trúarflokkum, greiði gjöld sín til þeirra, en hinir, þeir, sem eru utan safnaðar, greiði gjöld, sem renna til háskólans. Þau tillög fara í góðan stað, sem renna til háskólans, en þeir, sem telja kirkju sína nauðsynlega, greiða auðvitað gjald til sinnar kirkju. Hins vegar er ekki óeðlilegt, að þeir, sem kjósa að standa utan safnaðar, greiði eitthvað líka.