18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (1674)

84. mál, sóknargjöld

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Í umr. hefur nokkur misskilningur komið fram um það, að sóknarnefndir fengju óþarflega mikið vald með þessum l., en þar er um safnaðarfundina að ræða, sem er allt annað. Í' l. frá 1909 segir, að ef hið lögskipaða kirkjugjald með hækkun þeirri, er sóknarnefnd hefur ákveðið og safnaðarfundur og héraðsfundur samþ., nægir ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum kirkjunnar, þá sé sóknarnefnd heimilt að jafna niður því, sem á vantar, á alla gjaldskylda safnaðarlimi eftir efnum og ástæðum. Sóknarnefndirnar hafa því meira vald samkvæmt núgildandi l. en þær fá með þessum. Nú geta þær ákveðið þetta upp á eigin spýtur, en samkvæmt frv. geta sóknarnefndir ekki ákveðið gjöldin nema með leyfi safnaðarfunda. Mótmælin er því úr lausu lofti gripin og frv. endurbót miðað við núgildandi löggjöf.