11.11.1947
Efri deild: 17. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í B-deild Alþingistíðinda. (1700)

43. mál, búnaðarmálasjóður

Eiríkur Einarsson:

Ég skal hafa þetta stutt. Eins og brtt. mín ber með sér, hef ég ekki látið hana lúta að öðru en smábreyt. á frv., sem hér liggur fyrir. En það er mál fyrir sig, hvort breyt. í frv. eða mín brtt. sé vænlegri til árangurs, og vil ég ekki mæla móti því, að n., sem hefur þetta til athugunar, fái þetta til meðferðar.

Hv. þm. Barð. (GJ) kom hér fram sem engill friðarins og mæltist til, að ég athugaði þetta betur. Það er gott út af fyrir sig, að málin séu vel athuguð, og get ég, til þess að málið sé athugað í heild í landbn. tekið till. mína aftur til 3. umr. Hitt vildi ég segja um leið og ég sezt niður, að ég er á öðru máli en hv. þm. Barð. (GJ) um það, hvort ekki sé leyfilegt fyrir mig að koma fram með till. sem þessa. Ég álit mig hafa alveg óbundnar hendur, og þarf það ekki frekari skýringa við. Ég vil þá taka hina skriflegu till. mína aftur til 3. umr.