18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1146 í B-deild Alþingistíðinda. (1731)

43. mál, búnaðarmálasjóður

Frsm. minni hl. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Það kom í ljós hér í þessari hv. d. við 2. umr. þessa máls, að það hafði farið fram breyt. á hugarfari allmargra manna í þessari hv. d. frí því á síðasta þingi varðandi þessi mál, sem hér liggja fyrir nú. Og hvaða orsakir til þess séu, að þessi breyt. hefur orðið, skal ég ekki fara mörgum orðum um. En það er mikil ástæða til að ætla, að þetta sé stjórnarsamningur, sem gerður hafi verið svona á bak við tjöldin, að knýja þetta mál í gegn.

Ég skal taka fram varðandi þær brtt., sem hér liggja fyrir, að brtt. frá hv. meiri hl. landbn. hefur ekki verið borin undir mig a.m.k., og sennilega ekki heldur hv. 8. þm. Reykv., enda kemur það í sjálfu sér ekki að mikilli sök. Því að þó að þessi brtt. yrði samþ., þá gerir það ekki það að verkum, að ég mundi verða með frv., enda þótt ég telji, að þessi brtt. sé nokkuð til bóta varðandi skiptinguna á þeim hluta, sem búnaðarsamböndunum er þó ætlað að halda. En þetta mál, sem þarna er brtt. við og flutt var af hv. 2. þm. Rang., og í miklu eðlilegri mynd að mér fannst, þar sem það er greinilega tekið fram, að skiptingin skuli fara fram eftir framleiðslumagni héraðanna, eins og er í núgildandi l., — en varðandi þetta atriði út af fyrir sig er það að segja, að þar mun vera grundvöllurinn fyrir afstöðu ýmissa þeirra hv. þm., sem hafa staðið að því að knýja þetta mál fram, þar sem framlög þeirra héraða, sem þeir eru fulltrúar fyrir, eru svo lítil, að þeir gera sér sýnilega vonir um að verða jafnvel ekki fyrir neinum skaða fyrir búnaðarsambönd sín þó að tekinn sé helmingur af allri upphæðinni til þess að láta til Stéttarsambands bænda. Þannig get ég hugsað mér, að þetta sé eitt aðalatriðið fyrir hv. 1. flm. þessa máls, og þá sé það tilgangurinn fyrir þessum mönnum, fleirum en einum, að með þeim hætti geti þeir fengið styrk til samhamla sinna og verði ekki fyrir miklum skaða, þó að þessi breyt. sé gerð, að skipta fénu til helminga.

Annars er það náttúrlega augljóst mál, sem ég veik hér að við 2. umr. þessa máls, og var engan veginn til þess að tefja það eða egna á mig aðra menn, eins og hv. frsm. meiri hl. landbn. vildi vera láta, þó að skýrt sé frá, að afstaða búnaðarsambandanna er sú gagnvart þessu máli, að þau hafa verið svikin um þessa greiðslu, sem þau áttu að fá. Það hefur ekki verið borgað til þeirra þetta fé eins og til stóð. Og þess vegna líta þau svo á, að það sé betri hálfur skaði en allur, að fá þó helming af því fé, sem þarna er um að ræða. Að öðru leyti gerði ég það glögga grein fyrir afstöðu minni og okkar í minni hl. landbn. til þessa máls við 2. umr. þess, að ef ekki gefast sérstök tilefni til, sé ég ekki ástæðu til að fara um málið miklu fleiri orðum. Ég mun gjarnan greiða atkv. með brtt., því að ég tel hana til bóta, en að sjálfsögðu gegn þessu frv. eigi að síður, þó að brtt. meiri hl. landbn. verði samþ.

Ég held, varðandi það að reikna út, hvað sé af þessu eða hinn framleiðslusvæði, þá sé það engum örðugleikum bundið að reikna þetta út. því að þar sem framleiðslan er flutt á milli svæða sums staðar á landinn vegna verzlunaraðstöðu, eins og á Suðurlandi og í Eyjafirði og víðar, þá er ákaflega auðvelt í þeim viðskiptafélögum, sem þarna eiga hlut að máli, að fá upp, hvað muni vera af þessu svæði og hvað af hinu. — En úr því að hv. 2. þm. Rang. hefur sætt sig við að fylgja þessari brtt. hv. meiri hl. n., kemur brtt. hans ekki undir atkv. (lngJ: Ekki b-liðurinn, en a-liður.).