18.11.1947
Neðri deild: 20. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í B-deild Alþingistíðinda. (1757)

85. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Flm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. það, sem ég flyt hér á þskj. 109, er um það, að Hindisvík á Vatnsnesi verði tekin í tölu þeirra staða, sem lögin frá 1946 um hafnargerðir og lendingarbætur ná til. Ég get látið nægja að vísa til þess, sem segir um þetta í greinargerð frv., og óska þess, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og sjútvn.