08.03.1948
Neðri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1173 í B-deild Alþingistíðinda. (1831)

79. mál, kaupréttur á jörðum

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Það eru aðeins nokkur orð. N. gat ekki orðið samferða í þessu máli, og liggja til þess tvær ástæður. Önnur ástæðan var sú, að brtt. um þetta sama efni var felld í Ed., og gæti því orðið nokkur hætta á, að málið mundi tefjast, þegar nú er vitað, að það líður að þinglokum. Hin ástæðan er sú, að fram er komin till. um að afnema þessi gömlu ákvæði, og virðist því ekki ástæða til að taka málið sérstaklega upp, meðan á undirbúningi nýrra erfðalaga stæði. Þetta voru í stuttu máli þær ástæður, sem fyrir okkur vöktu.

Við nm. erum sammála um, að nauðsynlegt sé, að þetta frv. nái fram að ganga, og eru ástæður þær, sem síðasti ræðumaður nefndi, í alla staði réttmætar. Það er búið að sýna sig, að það er full ástæða til þess, að sveitarfélögin hafi íhlutunarrétt um það, hverjir fara með jarðirnar.