16.12.1947
Neðri deild: 34. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jörundur Brynjólfsson:

Ég veit ekki, hvort hæstv. forseti hefur alveg skilið mig, en mér skilst, að það megi ekki blanda þessu tvennu saman, afbrigðum annars vegar og hins vegar því, hvort skuli veita nokkurn frest. Ef d. vill veita leyfi til, að taka megi málið fyrir, þá samþykkir hún afbrigði. Á eftir getur svo komið til úrskurðar, hvort veita skuli nokkurn frest, og má gera það með sérstakri atkvgr., ef vill. Ég vil óska þess, að hæstv. forseti gefi skýringu á, hvernig hann hefur hugsað sér að haga þessu.