16.03.1948
Neðri deild: 74. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (1909)

173. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Frv. þetta, sem flutt er af þm. Akureyrarkaupstaðar, fer fram á það, að á Akureyri skuli framvegis vera tveir þjóðkirkjuprestar. Þetta er rökstutt í grg. Kirkjumrn. hefur leitað álits og umsagnar biskups um þetta, og mælir hann með því, að prestum sé fjölgað í Akureyrarprestakalli. Menntmn. hefur haft frv. þetta til meðferðar og leggur einróma til, að það verði samþ.