16.12.1947
Neðri deild: 34. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í B-deild Alþingistíðinda. (192)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jörundur Brynjólfsson:

Ég tek það þá svo, a) menn geti greitt atkv. með afbrigðum og að það sé þá á eftir á valdi hæstv. forseta, hvort hann veitir frest eða ekki, eða svo, að hann vilji skjóta því undir úrskurð d. síðar. Því greiða menn atkv. um afbrigðin út af fyrir sig, hvort frjálst sé að taka málið fyrir, og er sú atkvgr. þá aðeins um það. Þetta er nauðsynlegt að vita, því að það getur verið, að ýmsir vilji veita frest, þó að leyft sé, að málið verði tekið fyrir nú, og þeir greiða þá atkv. með afbrigðunum. Ég tek það þá svo, að menn greiði atkv. um afbrigðin út af fyrir sig, en hitt sé svo frjálst.