22.03.1948
Efri deild: 84. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1198 í B-deild Alþingistíðinda. (1938)

173. mál, skipun prestakalla

Páll Zóphóníasson:

Þar sem ég treysti því, að hæstv. ríkisstj. hafi skilið það af umr. um þetta mál, að almennur vilji er fyrir því hér í hv. d. — og ég vænti þess, að hann sé einnig fyrir hendi í hv. Nd. —, að sú löggjöf, sem nú gildir um prestaköll og presta, verði endurskoðuð og þess vegna þurfi það ákvæði ekki að standa þarna í l. til þess að gera það, segi ég nei.