23.03.1948
Neðri deild: 82. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (2003)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Það eru nú liðin meira en 3 ár síðan mþn. var skipuð. Hún starfaði tafarlaust og leitaði sér upplýsinga í öllum löndum Norðurálfu, sem þá bjuggu við svipað stjórnskipulag og Ísland, og auk þess í Bandaríkjunum. En víðast hvar var kaupgjald og kjör þau sömu sem fyrir stríð. Nefndin hafði mikið fyrir þessu og samdi síðan frv. um kaup og kjör þm. hér. Þetta frv. var síðan, svo sem hæstv. forsrh. gat um, sent ríkisstjórninni, sem ekki sá sér fært að leggja frv. fyrir Alþingi. Síðan hef ég bent hæstv. forsrh. á, að þetta lægi í hans ráðuneyti. Og nú hefur hæstv. ráðh. gert grein fyrir því.