11.12.1947
Sameinað þing: 30. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1221 í B-deild Alþingistíðinda. (2005)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil vekja eftirtekt hæstv. forseta á því, sem ég hef áður gert, að enn þá er ekki farið að kalla utanrmn. til fundar á þessu þingi, og hefur Alþ. þó bráðum setið í tvo og hálfan mánuð. Ég þykist vita, að þetta hafi leitt af sér vanrækslu utanríkismála, og ég álít, að þetta sé með öllu óviðunandi og óviðeigandi. Forseti fól upphaflega þeim, sem fékk flest atkv. við kosningu þessarar nefndar, að kveðja hana saman til fundar.