22.01.1948
Sameinað þing: 36. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1225 í B-deild Alþingistíðinda. (2012)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Jónas Jónsson:

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt, þá hefur mörgum málum, sem legið hafa fyrir Sþ., verið vísað til hv. allshn., en n. hefur fá þessara mála afgreitt, þótt hún hafi á að skipa miklu og góðu starfsliði sem kunnugt er. Vildi ég því leyfa mér að spyrja hæstv. forseta og hv. form. allshn., sem mun vera hv. 1. þm. Árn., hvort ekki muni hægt að ljúka þessum málum í Sþ. sem fyrst. Margar till. til þál. um áfengismál liggja fyrir, en n. betur enga þeirra afgreitt. Enn fremur er óafgreidd till. viðvíkjandi lyfjabúðum hér í bænum. en þar er um að ræða brennandi spursmál fyrir bæjarbúa. Ég vil að lokum mælast til þess, að málum þessum verði almennt sinnt. því að það er leiðinlegt bæði fyrir Alþingi sjálft og hv. allshn., sem málin hefur til meðferðar, að afgreiða ekki þau mál, sem fyrir liggja.