10.03.1948
Sameinað þing: 51. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (2025)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Ég þakka hæstv. forseta fyrir undirtektir hans varðandi till. þá, er ég minntist á áðan. Það tíðkast nú mjög að bera fram skriflegar fyrirspurnir, svo að ekki liður svo víka, að ekki komi fram eitthvað af því tagi, auk þess, sem munnlegar fyrirspurnir eru bornar fram. Hér eru nú á dagskrá 2 fyrirspurnir frá hv. þm. S-Þ., samtals í 13 liðum, en það hefur hv. þm. víst ekki þótt nóg, því að hann hefur nú munnlega gert fyrirspurn til hæstv. forseta og aðra til eins af hv. þdm. Þar sem skriflegar fyrirspurnir eru aðeins gerðar til ríkisstj., þá vil ég nú beina þeirri munnlegu fyrirspurn til hv. þm. S-Þ., hvort hann hafi athugað hvað Suður-Þingeyingar eigi að meðaltali um langan veg að sækja til lyfjabúða. Það væri fróðlegt að fá að vita, hvaða landsmenn eiga lengst til lyfjabúða og lækna að sækja og hvernig ástandið í þessum málum er úti um landið yfirleitt.