20.12.1947
Sameinað þing: 33. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (2075)

Þingfrestun

forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Forseti Íslands hefur í dag gefið út svo hljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt: Að ég að tilskildu samþykki Alþingis veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta um sinn fundum Alþingis, 67. löggjafarþings, frá 20. desember 1947, enda verði þingið kvatt til framhaldsfunda eigi síðar en 20. janúar 1948.

Ritað í Reykjavík 20. des. 1947.

Sveinn Björnsson

(L. S.)

Stefán Jóh. Stefánsson.“

Í samræmi við þetta bréf lýsi ég því yfir, að fundum Alþingis er frestað, og það verður kvatt saman til framhaldsfunda eigi síðar en 20. janúar n.k.