09.03.1948
Neðri deild: 71. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í C-deild Alþingistíðinda. (2144)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég tók eftir því í morgun, að þetta mál vantaði á dagskrána, og hringdi strax á skrifstofuna til þess að láta vita af því, en hún áleit, að þetta stafaði af einhverri vangá. — Mér sýnist sífellt bætast við af þeim þm., sem hefur vantað í d., ég held það vanti ekki nema 4 þm. Og ef fundurinn verður ekki haldinn fyrr en klukkan 3 í dag, geta þm. fengið vitneskju um hann eins vel og ef dagskrá er prentuð.

Ég hef aldrei viljað ásaka forseta í þessu máli. Hann hefur gert allt, sem hann hefur getað, til þess að flýta fyrir því. En ég vil eindregið mælast til þess, að forseti sjái sér fært að taka málið á dagskrá í dag.