22.03.1948
Efri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í C-deild Alþingistíðinda. (2154)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Mál þetta hefur verið fyrir löngu rætt, áður en það kom inn á Alþ., og auk þess í Nd., áður en það kom til þessarar hv. d. Hv. dm. hafa því hlustað á málflutninginn. Hér á þessum stað hygg ég, enda virtist svo við 1. umr., að d. hafi skapað sér skoðun á málinu, og þarf ég því ekki að hafa um það mörg orð.

Í fjhn. hefur ekki getað orðið samkomulag um málið. Hv. þm. Str. og hv. 4. landsk. þm. vildu samþ. frv. eins og það lá fyrir, en meiri hl. n. vildi leita álits fjárhagsráðs, áður en nál. væri samið. Þessu var hraðað svo, að n. barst bréf frá fjárhagsráði í dag, dagsett 3 dag. þar sem því er lýst yfir, að fjárhagsráð hafi ekki getað orðið ásátt um málið og því skotið því til ríkisstj.

Við í meiri hl. óttumst, að verði þetta að l. nú, þá leiði það til alls konar brasks með seðla og að hver reyni að ná sem mestu til sín af seðlum. Það getur farið svo, að eins framtak verði meira enn annars og óhlífnum aðferðum beitt, er leiði til illvígrar keppni bak við tjöldin. Við í meiri hl. töldum því betur farið, að frv. væri fellt, heldur en að lagt væri út á þessa hálu braut.

Eins og ég sagði strax, ætla ég ekki að rekja þetta mál ýtarlega í langri ræðu, enda tími þingsins orðinn knappur. D. verður að skera úr um það, hvað hún álitur rétt í málinu.