07.10.1947
Neðri deild: 4. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í C-deild Alþingistíðinda. (2248)

50. mál, fjárlög 1948

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er nú liðin vika af þingi og frv. til fjárl. fyrir 1948 ekki enn komið fram. Hins vegar er svo fyrir mælt í stjskr., eins og allir vita, að frv. þetta skuli lagt fram í byrjun hvers þings og hefur það hingað til verið venja. Ég vil leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ríkisstj., hverju það sætir að fjárlagafrv. er ekki komið fram fyrir Alþ. enn. Ég býst við að þm. vilji fá skýringu á, hvernig á því stendur að brugðið hefur verið út af þeirri venju sem tíðkazt hefur hér.