07.11.1947
Sameinað þing: 19. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í C-deild Alþingistíðinda. (2253)

50. mál, fjárlög 1948

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson) :

Eins og venja er til við 1. umr. fjárlaganna. mun ég hefja þessa ræðu með því að gefa yfirlit yfir afkomu s. l. árs.

Heildartekjur ársins 1946 hafa numið kr. 198649912,59 en þær höfðu verið áætlaðar kr. 122419711 og hafa því farið rúmlega 76 og 1/4 millj. fram úr áætlun, en gert hafði verið ráð fyrir tekjuhalla kr. 4987176. Einstaka tekjuliðir hafa farið fram úr áætlun svo sem hér segir: (Sjá töflu I).

Verðtollurinn reyndist ríkissjóði drýgstur tekjustofn. fór 27,2 millj. kr. fram úr áætlun, sem stafar af óvenju miklum innflutningi á vörum þetta umrædda ár. Vörumagnstollurinn fór 3.7 millj. fram úr áætlun af sömu ástæðu. Innflutningurinn nam 444,3 millj. kr.

Tekju- og eignarskatturinn fór 6,8 millj. kr. fram úr áætlun.

Veltuskatturinn, sem kom inn á árinu. 3,7 millj. kr., var aðeins fyrir síðasta fjórðung ársins 1945, því að fyrir hinum þrem ársfjórðungstekjum hans var gerð grein í rekstrarreikningnum fyrir árið 1945.

Innflutningsgjald af benzíni fór um hálfa millj. fram úr áætlun. Þá urðu og tekjur af rekstri áfengis- og tóbaksverzlana ríkisins miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárl. fyrir það ár eða um 23,5 millj. kr. samtals.

Óvissar tekjur fóru mjög fram úr áætlun fjárlaga. Þar voru þær áætlaðar 100000 kr., en reyndust 6,8 millj. kr., og er mismunurinn aðallega fólginn í innborgun frá sölunefnd setuliðseigna og sölunefnd setuliðsbifreiða, sem hvort tveggja samanlagt nemur 5,5 millj. kr.

Aðrir tekjuliðir eru sumpart svo nærri því, sem áætlað var, eða skýra sig sjálfir samkvæmt rekstrarreikningnum, svo að ég geri þá ekki að sérstöku umræðuefni.

Rekstrarútgjöldin 1946 voru áætluð 127417000 kr.. en auk þess er greitt samkv. heimildarl., sérstökum l. og þál. 6095000 kr., þannig, að sé þessum gjöldum bætt við gjöldin eins og þau voru ákveðin í fjárl., nema þau samtals 133512000 kr. Sé þessi upphæð dregin frá heildarútgjöldunum, sem urðu 170258000 kr., kemur fram mismunur 36,7 millj. kr., sem leita verður aukafjárveitingar fyrir.

Gjöldin hafa víða farið allmjög fram úr áætlun fjárl. og hafa umframgreiðslur reynzt mestar á eftirfarandi liðum: Dómgæzla og lögreglustjórn 2,5 millj. kr. Vegamál 7 millj. kr. Kennslumál 4,1 millj. kr. Landbúnaðarmál 1 millj. kr. Niðurgreiðsla á landbúnaðarafurðum 4,2 millj. kr. Hér við bætast svo útgjöld samkv. heimildarl., sérstökum l. og þál., er samanlögð nema rúmlega 6 millj. kr. Hin mikla umframgreiðsla til kennslumálanna virðist einkum stafa af hækkun vísitölunnar.

Ríkisbókhaldið hefur gert skýrslu um eignabreytingar ársins 1946, og vil ég hér með drepa á niðurstöðutölur þeirrar skýrslu. (Sjá töflu II).

Endurgreiddu lánin nema kr. 2436000. Er þar Reykjanesrafveitan með stærsta upphæð. kr. 1176000, en hún er þannig til komin að fé til hennar var lagt fram úr raforkusjóði. Hinar auknu lausa

TAFLA I. TEKJUR

2. grein. skattar og tollar.

Fjárlög

Reikningur

Umfr. fjárl.

Tekju- og eignarskattur

29.000.000.00

35.862.780.83

6.862,780.83

Stríðgr.skattur (hluti ríkissjóðs)

3.000.000.00

4.922.389.85

1.922.389.85

Veituskattur (4. ársfj. 1945)

3.748.295.40

3.748.295.40

Vörumagnstollur

11.000.000.00

14.707.445.89

3.707.445.89

Verðtollur

35.000.000.00

62.285.488.46

27.285.488.46

Innfl.gjald af benzíni

1.000.000.00

1.499.314.83

499.314.83

Gjald af innl. tollvörum

1.800.000.00

2.548.468.16

748.468.16

Fasteignaskattur

600.000.00

623.485.50

23.485.50

Lestagjald af skipum

100.000.00

122.633.00

22.633.00

Bifreiðaskattur

1.200.000.00

1.669.760.30

469.760.30

Aukatekjur

1.100.000.00

1.510.834.71

410.834.71

Stimpilgjald

3.000.000.00

4.947.142.75

1.947.142.75

Vitagjald

600.000.00

718.025.60

118.025.60

Leyfisbréfagjald

100.000.00

155.972.49

55.972.49

Erfðafjárskattur

200.000.00

403.866.54

203.866.54

Veitingaskattur

800.000.00

1.965.807.53

1.165.807.53

88.500.000.00

137.691.711.84

49.191.711.84

÷ Fellt úr eftirst. endurgr. tekjur o. fl.

1.125.572.53

÷1.125.572.53

88.500.000.00

136.566.139.31

48.066.139.31

3. grein A. Tekjur af rekstri ríkisstofnana.

Landssíminn

555.000.00

Áfengisverzlunin

22.462.699.00

38.252.573.65

15.789.874.65

Tóbakseinkasalan

9.000.000.00

16.509.806.85

7.809.806.85

Ríkisútvarp og viðtækjaverzlun

1.564.778.00

2.264.663.75

699.885.75

Ríkisprentsmiðjan

224.000.00

305.028.13

81.028.13

Landssmiðjan

88.000.00

Áburðarsalan

258.114.14

258.114.14

Grænmetisverzlun

47.907.72

47.907.72

÷ Halli:

33.894.477.00

57.938.094.24

Póstmál

700.000.00

1.662.045.16

÷962.045.16

Landssíminn

1.623.494.40

÷2.178.494.40

Landssmiðjan

414.221.86

÷502.221.86

Ríkisbúin

244.405.54

÷244.405.54

Krónur

33.194.477.00

53.993.927.28

20.799.450.28

3. grein B. Tekjur af fasteignum ríkissjóðs

10.000.00

1.650.45

÷8.349.55

4. grein. Vaxtatekjur

615.234.00

1.194.335.03

579.101.03

5. grein. Óvissar tekjur

100.000.00

6.893.860.52

6.793.860.52

Tekjur samtals

122.419.711.00

198.649.912.59

. 76.230.201.59

Rekstrarhalli skv. fjárl.

4.987.176.00

127.406.887.00

198.649.912.59

Gjöld

Fjárlög

Reikningur

Umfr. fjárl.

7.

gr

.

Vextir af lánum

1.144.568.00

1.232.599.19

88.031.19

8.

-

Forsetaembættið

300.000.00

307.795.16

7.795.16

9.

-

Alþingiskostnaður

1.515.576.00

2.681.957.00

1.166.381.00

10.

-

I

Stjórnarráðið

2.234.926.00

2.770.603.35

535.677.35

10.

-

II

Hagstofan

269.919.00

283.123.34

13.204.34

10.

-

III

Utanríkismál

1.194.400.00

1.798.557.03

604.157.03

11.

-

A

Dómgæzla og lögreglustjórn

7.816.765.00

10.343.526.40

2.526.761.40

11.

-

B

Opinbert eftirlit

790.989.00

734.480.77

÷ 56.508.23

11.

-

C

Innheimta tolla og skatta

3.173.385.00

4.129.606.69

956.221.69

11.

-

D

Sameiginlegur embættiskostnaður

825.000.00

809.467.23

÷ 15.532.77

12.

-

Heilbrigðismál

10.216.817.00

10.210.705.48

÷ 6.111.52

13.

-

A

Vegamál

20.832.275.00

27.858.531.74

7.026.256.74

13.

-

B

Samgöngur á sjó

3.363.150.00

4.312.144.86

948.994.86

13.

-

C

Vitamál

6.618.650.00

6.876.857.54

258.20T.54

13.

-

D

Flugmál

943.940.00

1.428.717.65

484.777.65

14.

-

A

Kirkjumál

3.002.587.00

3.156.003.54

153.416.54

14.

-

B

Kennslumál

21.834.891.00

25.983.235.20

4.148.344.20

15.

-

A

Söfn, bókaútgáfa og listir

2.188.084.00

2.232.350.49

44.266.49

15.

-

B

Rannsóknir í opinbera þágu

2.944.204.00

3.381.566.93

437.362.93

16.

-

A

Landbúnaðarmál

10.549.724.00

11.554.096.83

1.004.372.83

16.

-

B

Sjávarútvegsmál

898.500.00

905.043.92

6.543.92

16.

-

C

Iðnaðarmál

1.005.285.00

1.005.285.00

17.

-

Félagsmál

7.472.125.00

8.211.631.06

739.506.06

18.

-

Eftirlaun og tillag til lífeyrissjóðs

3.771.127.00

5.078.858.77

1.307.731.77

19.

1

Niðurgr. á landbv. til neyzlu innanl.

12.000.000.00

16.245.874.35

4.245.874.35

19.

-

2

Óviss útgjöld

500.000.00

4.540.984.57

4.040.984.57

22.

-

Heimildarlög

1.572.651.94

1.572.651.94

Sérstök lög

2.158.961.54

2.158.961.54

Væntanleg fjáraukalög

6.089.075.06

6.089.075.06

Þingsályktanir

2.363.526.24

2.363.526.24

Gjöld samtals

127.406.887.00

170.257.818.87

42.850.931.87

Rekstrarhagnaður

28.392.093.72

Krónur

127.406.887.00

198.649.912.59

TAFLA II. 20. grein. Eignahreyfingar.

Fjárlög

Reikningur

Sundurl.

Samtals

Sundurl. Samtals

I.

Fyrningar

749681.00

1311605.91

II.

Útdregin verðbréf

2025000.00

1027330.00

III.

Endurgreiddar fyrirframgreiðslur frá árinu 1945

10000.00

903000.00

IV.

Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna

50000.00

2435626.95

V.

Innborgaðar ýmsar innstæður

1170335.83

VI.

Tekin lán

5012756.73

VII.

Auknar lausaskuldir

10240855.16

VIII.

Innborgað fé til geymslu

3381769.05

Krónur

2834681.00

25483279.63

Út:

Fjárlög

Reikningur

I.

Afborganir lána:

Sundurl.

Samtals

Sundurl.

Samtals

1. Ríkissjóður:

a. Innlend lán

1572517.00

1634999.02

b. Dönsk lán

471330.00

507146.82

2. Lán ríkisstofnana:

2043847.0

2142145.82

a. Landssíminn

400000.00

3762.21

b. Ríkisútvarpið

89100.00

89148.86

489100.00

-

92911.07

II.

Eignaaukning ríkisstofnana:

1. Póstur og sími

3000000.00

3047295.54

2. Ríkisútvarpið

1080000.00

1541766.13

3. Vegamál

1035407.93

4. Flugmál

4770478.25

5. Viðskiptaráð

746242.35

6. Áfengisverzlun

689199.89

7. Tóbakseinkasala

1024220.36

8. Viðtækjaverzlun

736203.43

9. Rannsóknarstöðin að Keldum

408141.50

10. Rannsóknarstofa háskólans

959090.25

11. Aðrar stofnanir

2070890.59

4080000.00

17028936.22

III.

Til bygginga á jörðum ríkisins og til jarðakaupa

200000.00

718387.03

IV.

Til viðbótarhúsnæðis ríkisspítalanna

2000000.00

2997956.55

V.

Til vitamála:

1. Bygging áhalda- og skrifstofuhúss

350000.00

847993.23

2. Til að kaupa nýtt vitaskip

350000.03

330721.67

3. Til nýrra vita

700000.00

549855.18

1400000.00

1728570.08

VI.

Til flugvallarg. í Vestmannaeyjum og á Ísafirði

(sjá reikn. flugm.)

400000.00

VII.

Til byggingar Menntask. í Rvík.

500000.00

VIII.

Til byggingar heimavistar við Menntask. á Akureyri

500000.00

500000.00

IX.

Til Sjómannask. byggingarkostn.

1000000.00

1800000.00

X.

Til bændask. í Skálholti byggingarkostn.

1000000.00

50000.00

XI.

Til byggingar tilraunask.

250000.00

250000.00

XII.

Til byggingar íþróttak.sk.

200000.00

200000.00

XIII.

Til byggingar þjóðminjasafns

1000000.00

1000000.00

XIV.

Til kaupa á skóglendi

70000.00

XV.

Til bygginga á prestssetrum

650000.00

1086606.14

XVI.

Ti1 skólastj.búst. á Hólum

100000.00

100000.00

XVII.

Til lögb. fyrirframgreiðslna

10000.00

XVIII.

Til byggingar Arnarhvols

1020314.67

XIX.

Til byggingar embættism.búst.

394276.65

XX

Til byggingar dyrav.búst. við listas. Einars Jónss.

116966.33

XXI.

Til byggingar strandferðask.

2046743.05

XXII.

Til byggingar landshafna

1050000.00

XXIII

Framl. til alþjóðab. og alþj.gjaldeyrissjóðs

649830.50

XXIV.

Keypt verðbréf

69500.00

XXV.

Veitt lán

8583350.39

XXVI.

Lán til bátab. innanlands

6933339.17

XXVII.

Auknar innst. og útist. kröfur

1815370.18

XXVIII.

Greitt af lausaskuldum

1413978.94

XXIX.

Greitt af geymdu fé

4285632.06

Samtals

15892947.00

58074814.85

TAFLA III.

Sjóðsyfirlit 1946.

Inn:

Sjóður 1. janúar

4415803.28

Tekjur skv. rekstrarreikningi

198649912.59

Eignahreyfingar skv. yfirliti

25483279.63

Krónur

228548995.50

Úr:

Gjöld skv. rekstrarreikningi

170257818.87

Eignahreyfingar skv. yfirliti

58074814.85

Sjóður 31. desember

216361.78

Krónur

228548995.50

skuldir, kr. 10,2 millj., eru að mestu yfirdráttur í Landsbankanum. 5 millj. lántakan er lán hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna síldarútvegsmanna 1945, 4 millj., og 1 millj., tekin að láni í Landsbankanum vegna fiskihafna, mun hafa farið í landshöfnina í Njarðvík. — Þær 58 millj., sem samkv. eignahreyfingaskýrslunni eru greiddar út, eru ýmist lánveitingar, greiðslur eldri lána eða framlög sem auka eignir ríkisins eða ríkisstofnana. Meðal hinna veittu lána samkv. þessari skýrslu eru kr. 4000000, kreppulán til síldarútvegsmanna, sem áður getur, til nýbygginga í Höfðakaupstað kr. 900000, til tunnuverksmiðju kr. 746000 og til kaupa á skipaeik kr. 548000. Skipaeikin var keypt alls fyrir kr. 1460000, en hefur litið verið notuð enn þá.

Hinar óvenju miklu útborganir á eignahreyfingunum hafa það eðlilega í för með sér m. a., að handbært fé ríkissjóðs hefur þorrið, eins og sést af sjóðsyfirlitinu (sjá töflu III), að sjóðurinn hefur lækkað úr kr. 4415803,28 í ársbyrjun niður í kr. 216361,78 í árslok. Á árinu 1946 og þó einkum á yfirstandandi ári hefur ríkissjóður orðið að greiða til ýmissa fyrirtækja, er Alþ. hefur stofnað, svo að milljónum skipti, vegna þess að þau föstu lán, sem heimilað hefur verið að taka í þessu skyni, hafa fengizt, nema eitt lán til framkvæmda landssímans, er tekið var 1946 og nam 6 millj. kr. Mun síðar verða nánar að því vikið, hversu þetta hefur ágerzt á yfirstandandi ári.

Í sambandi við það, er hér hefur sagt verið, þykir hlýða að gefa yfirlit um fjárhag ríkissjóðs við s. l. áramót. Ríkisbókhaldið hefur samið efnahagsreikning, sem ég vil leyfa mér að lesa upp í heild:

EIGNIR:

1.

Sjóður hjá ríkisféhirði

216361.78

II.

Innistæður hjá:

Ýmsum

2091603.29

Sendiráðunum

322564.07

Sýslumönnum

15989.31

2430156.67

III.

Sjóðir

58734468.62

IV.

Verðbréf og kröfur v/tekinna lána handa bönkum

15417585.00

V.

Ýmis verðbréf og kröfur

30731550.96

VI.

Ríkisfyrirtæki

90613461.16

VII.

Fasteignir

27160458.67

Kr.

25304042.86

SKULDIR :

I.

Innlend lán

24288470.85

II.

Dönsk lán

5267478.93

III.

Erlend lán vegna ríkisfyrirtækja

837729.00

IV.

Lausaskuldir

14935833.65

V.

Geymt fé

20398735.75

VI.

Höfuðstóll

131183700.96

Rekstrarhagnaður ársins

28392093.72

159575794.68

Kr.

225304042.86

Viðvíkjandi eignalið III ber þess að geta, að þar sem reikningar margra sjóðanna hafa ekki borizt ríkisbókhaldinu ennþá, mun sá liður breytast allmikið, en ekki hafa þær breytingar áhrif á rekstrarreikninginn.

Af efnahagsreikningnum sést að samanlagðar skuldir ríkissjóðs námu á þessum tímamótum 45.3 millj. kr. fyrir utan geymslufé og að hrein eign var 159.4 millj. kr. og hefur aukizt til muna á árinu. eins og eðlilegt er, þar sem rekstrarhagnaðurinn nam nærri 28,4 millj. kr.

Ég skal þá næst að svo miklu leyti sem auðið er, gefa yfirlit yfir afkomu yfirstandandi árs. Er að sjálfsögðu aðeins um bráðabirgðatölur að ræða, sem geta breytzt verulega þegar fullnaðarskýrslur liggja fyrir. Heildartekjur ríkissjóðs námu í septemberlok kr. 147.272,349. — þar af eftirst. frá f. árum kr. 2.350.877.00. Þeir tekjuliðir, sem fyrirsjáanlegt er nú þegar, að fara munu verulega fram úr áætlun, eru tekju- og eignarskattur, stríðsgróðaskattur og ágóði af tóbaks- og áfengissölu. Tekju- og eignarskattur, ásamt tekjuskattsviðauka, er á fjárlögum þ. á. áætlaður 35 millj. kr., en tilfallið er á árinu, samkvæmt skýrslu innheimtumanna. 47,4 millj. kr., eða 12,4 millj. kr. fram yfir áætlun.

Stríðsgróðaskattur var áætlaður 6 millj. kr., þar af í ríkissjóð 3 millj. kr., en tilfallið er á árinu 9,8 millj. kr. eða í ríkissjóð kr. 4,9. þ. e. 1,9 millj. meira en ráðgert er í fjárlögum í ríkissjóð.

Hagnaður Tóbakseinkasölunnar var í septemberlok orðinn 19,5 millj. kr., en var í fjárlögum áætlaður 15.5 millj. kr., og má því gera ráð fyrir, að óbreyttum ástæðum það sem eftir er ársins, að heildarhagnaðurinn verði um 25 millj. kr. og fari þessi tekjuliður því 9.5 millj. kr. fram úr áætlun. Veldur hér mestu um hækkun á útsöluverði tóbaks, sem framkvæmd var á árinu. Áfengissölugróðinn var á fjárlögum áætlaður 36 millj. kr., en var í septemberlok orðinn 31.6 millj. kr. Má ganga út frá að þessi liður fari 5–6 millj. kr. fram úr áætlun um það er lýkur. Eins og kunnugt er, heimilaði síðasta Alþingi hækkun á þessu ári á vörumagnstolli um 200% og verðtolli um 65%. og var samkvæmt því vörumagnstollurinn áætlaður á fjárl. 17.4 millj. kr., en verðtollurinn 72.5 millj. kr. Þessi tollhækkun kom ekki til framkvæmda fyrr en um miðjan apríl s. l. Hins vegar var innflutningur mjög mikill allan fyrri árshelming og raunar lengur, bæði sökum framlenginga á innflutningsleyfum frá fyrra ári og sökum mikilla veitinga innflutningsleyfa fyrri hluta þessa árs. Allt um það var vörumagnstollurinn orðinn 14.3 millj. kr. í septemberlok og verðtollurinn 51 millj. krónur.

Vegna þess að búast má við, að mjög mikið dragi úr innflutningi það sem eftir er ársins vegna gjaldeyrisskorts, er fyrirsjáanlegt, að þessir tekjuliðir standast ekki áætlun. Vera má, að ekki muni miklu á vörumagnstollinum, en á verðtollinum má búast við 8–10 millj. kr. halla. Aðrir tekjuliðir fjárlaganna flestir standast áætlun, en munu ekki fara fram úr áætlun svo að nokkru nemi. Af því, sem hér hefur verið sagt, er ljóst að þrátt fyrir það, þó að halli verði á tollum, má telja nokkurn veginn víst, að heildartekjur ársins muni nema þeirri fjárhæð, sem fjárlög gera ráð fyrir og fara sennilega allverulega fram úr áætlun.

Heildarútgjöldin námu í septemberlok rúmum 127 millj. kr., og er það 20 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Sjáanlegt er nú þegar, að ýmsir gjaldaliðir svo sem vegamál o. fl., munu fara fram úr áætlun, en með því að allt er enn í óvissu um heildarútgjöldin, þykir ekki ástæða til að fara frekar út í það að svo stöddu, en auðvitað er hægt að láta Alþingi í té gleggri skýrslu um fjárhagsafkomuna, þegar lengra líður fram á veturinn. Það er þó full ástæða til að halda, að um nokkurn rekstrarhagnað verði að ræða á þessu ári, en hvort hann nægir til að jafna greiðsluhalla fjárlaganna, tæpar 8 millj. kr., skal látið ósagt.

Samkvæmt yfirliti ríkisbókhaldsins, sem nær til 1. okt., og skýrslum sýslumanna um greiðslur í október hefur verið varið til niðurgreiðslu á neyzluvörum það sem af er árinu tæplega 23 millj. kr. Þar við bætast svo niðurgreiðslur á innlendu smjöri. Enn fremur er ekki hægt að fullyrða, hvað ógreitt kann að vera af áföllnum uppbótum, en þess er þó að vænta, að heildaruppbætur fari ekki fram úr áætlun. Ríkissjóður hefur í vaxandi mæli á þessu ári orðið að inna greiðslur af hendi vegna ýmissa framkvæmda, sem ekki eru í fjárlögum. Þar á meðal til þeirra framkvæmda, sem Alþingi hefur heimilað lántöku til, af því að ekki hefur reynzt kleift að útvega þau lán, sem til framkvæmdanna þarf og því engin önnur úrræði verið fyrir hendi en að greiða úr ríkissjóði til þessara framkvæmda til að firra þær vanskilum eða stöðvun framkvæmdanna. Afleiðing þessa hefur orðið sú, að ríkissjóður hefur allt árið verið með yfirdreginn viðskiptareikning sinn í Landsbankanum.

Hér fer á eftir skrá yfir þær greiðslur, sem af framangreindum ástæðum hafa verið inntar af hendi úr ríkissjóði 1946 og 1947 til 1. okt. þ. á.:

Til

byggingar strandferðaskipa

5248527.00

-

byggingar Arnarhvols

2470315.00

-

símaframkv. (1946)

6326000.00

-

tunnuverksm.

839139.00

-

framkv. í Höfðakaupst.

900000.00

-

síldarniðursuðuverksm.

170000.00

-

landshafna

2635310.00

-

síldarverksm. ríkisins (afb. og vextir

af skuldum)

1797760.00

-

smíði fiskibáta innanlands

9011403.00

-

lýsisherzluverksm.

589732.00

-

Svíþjóðarbáta.

1325015.00

-

rafveitu Sigluf. (v/ábyrgðar)

728588.00

Kr.

32041789.00

Ég skal nú víkja að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Eins og hv. alþm. er kunnugt hafa tekjur ríkissjóðs vaxið hröðum skrefum hin síðari ár. Þannig voru tekjurnar árið 1940 27.3 millj kr., en hækkuðu síðan ár frá ári, unz þær komust í 198.6 millj. kr. s. l. ár. Á yfirstandandi ári er útlit fyrir, að tekjurnar verði 210–215 millj. kr., sem meðal annars stafar af þeirri tollahækkun, sem lögfest var á síðasta Alþingi. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur til að finna orsakir þessarar þróunar. Hinar miklu erlendu gjaldeyrisinnistæður, sem söfnuðust fyrir á stríðsárunum, tiltölulega hátt verð á útflutningsvörum landsmanna, einkum síld og síldarafurðum og hin stórkostlega verðþensla innanlands, með síaukinni kaupgetu almennings, hefur leitt af sér þann ofvöxt, sem hlaupið hefur í ríkisbúskapinn á síðari árum. Þetta ástand hefur þó ekki haft í för með sér halla á rekstri ríkisins fram að þessu. Þvert á móti hefur á undanförnum árum jafnan orðið nokkur tekjuafgangur, því að þrátt fyrir stöðugt vaxandi útgjöld, sem skapazt hafa að miklu leyti af verðbólgunni innanlands, hafa aðaltekjustofnar ríkisins tekju- og eignarskattur, verðtollur og hagnaður af einkasölum, en þessar tekjulindir námu s.l. ár yfir 80%a af heildartekjum ríkissjóðs, vaxið að sama skapi og af sömu ástæðum, verðþenslunni innan lands og aukinni kaupgetu. Hið alvarlega í þessu máli er, að atvinnuvegir landsmanna og þá einkum sjávarútvegurinn rísa ekki lengur undir hinu háa innanlandsverðlagi, þannig að stöðvun hans, a. m. k. bátaútvegsins, er fyrir dyrum, nema til skjótra og róttækra aðgerða komi. Alþingi hefur að sjálfsögðu verið það ljóst fyrir löngu hvert stefndi, ef verðþenslan yrði ekki stöðvuð, en þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að halda dýrtíðinni niðri, hafa reynzt harla fánýtar, þrátt fyrir að varið hefur verið stórfé úr ríkissjóði í þessu skyni.

Við samning þessa frv. var lagt til grundvallar það verðlag. sem þá ríkti í landinu, og reiknað með vísitölu 310. Önnur leið var ekki fær, þar sem þá var ekki og er raunar ekki enn vitað, hvaða afstöðu Alþingi mundi taka til dýrtíðarmálanna. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er skylt að leggja fjárlagafrv. fram í byrjun hvers reglulegs Alþingis. Að vísu hefur þetta nú dregizt of lengi, eins og tekið er fram í aths. við frv. Hvílir nú meiri óvissa yfir afkomu þjóðarinnar og ríkissjóðs en oft áður. og því erfiðara að áætla tekjur og gjöld. Auk þess voru fjárlög þessa árs óvenju seint afgr. frá Alþingi, en það út af fyrir sig tefur undirbúning fjárlagafrv. Það frv. er fjmrh. skylt að semja á þann veg, að byggt sé á gildandi lögum, að því er varðar tekjur og útgjöld ríkisins. Hið sama má segja um verðvísitöluna. Hins vegar hlýtur frv. að taka stórfelldum breytingum hér á Alþingi, þegar teknar hafa verið ákvarðanir um óhjákvæmilegar ráðstafanir til bjargar atvinnuvegunum.

Skal nú vikið að einstökum tekjuliðum fjárlagafrv. Samkvæmt ályktun Alþingis hefur verið skipuð nefnd til að endurskoða gildandi skattalög. N. hefur ekki lokið störfum sínum og vafasamt, hvort tími vinnst til að ganga frá nýjum skattalögum á þessu þingi á grundvelli þeirra till., sem n. kann að gera. Hefur því við samning fjárlagafrv. verið byggt á núgildandi skattalöggjöf og frv. um framlenging tekjuskattsviðaukans á næsta ári verið lagt fyrir hæstv. Alþingi. Áætlun fjárlfrv. er því byggð á núgildandi skattalögum og gert ráð fyrir sömu fjárhæð í frv. og var á þessa árs fjárlögum, 35 millj. kr. í tekju- og eignarskatt með tekjuskattsviðauka. Þessi tekjuliður varð 35.9 millj. 1946, en í ár rúmar 47 millj. kr. Þessi mikla hækkun stafar að líkindum að mestu leyti af hækkun vísitölu á s. l. ári, sem hefur í för með sér auknar tekjur að krónutali alls almennings í landinu, en skattanefndir munu og hafa orðið þess varar, að ýmsir hafi talið betur fram tekjur sínar en áður og vilja rekja það til laganna um eignakönnun, sem sett voru á síðasta Alþingi.

Á þessu ári hefur ekkert atvinnuleysi verið, nema sem stafað hefur af vinnustöðvun út af kaupdeilum, og atvinnuskilyrði yfirleitt verið góð. Þetta á þó ekki við um sjávarútveginn, sem allar líkur benda til, að fari enn verr út úr þessu ári en árinu í fyrra. Togaraútgerðin mun varla bera sig á gömlu togurunum þrátt fyrir gott verð, sem hefur verið á ísvörðum fiski í Bretlandi, en hið háa verðlag innanlands og aflabrestur á síldveiðum mun gera það að verkum, að allur þorri bátaflotans verður rekinn með tapi á árinu. Það er því fyrirsjáanlegt. að hin rýra afkoma þessa atvinnuvegar mun draga allverulega úr skattgreiðslu þeirra, er hann stunda. Hins vegar hefur vísitalan hækkað enn á þessu ári, og með hliðsjón af því og hve mikið tekju- og eignarskatturinn fer fram úr áætlun í ár, þykir ekki óvarlegt að telja, að hann reynist svo sem ráð er fyrir gert í frv.

Stríðsgróðaskatturinn varð árið 1946 9.8 millj. kr., þar af 4.9 millj. kr. í ríkissjóð og álagður stríðsgróðaskattur í ár nemur svo að segja sömu fjárhæð. Með hliðsjón af því, sem áður er sagt um afkomu sjávarútvegsins á árinu, hefur ekki þótt ráðlegt að hækka áætlunina frá núgildandi fjárlögum.

Vörumagnstollurinn var í septemberlok orðinn 14.2 millj. kr., en er í frv. áætlaður 12 millj. kr., og er þá gert ráð fyrir. að hækkun sú á þessum tolli, sem lögfest var á síðasta Alþingi, verði framlengd á næsta ári, Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir, hvað óhætt er að fara hátt með þennan tekjulið, þar sem vitað er, að mjög verður dregið úr innflutningi á næsta ári. Síðastliðið ár nam þessi tollur 14.7 millj. kr. Innflutningurinn var það ár meiri en nokkru sinni fyrr eða 444.3 millj. kr. Tollhækkunin nær að vísu ekki til allra vörutegunda, en þó að innflutningurinn yrði helmingi minni á næsta ári eða meira, ætti þessi áætlun að geta staðizt.

Verðtollurinn var orðinn 51 millj. kr. í septemberlok, sem áður greinir, og engar líkur til að hann nái áætlun fjárl., sem er 72,5 millj. kr. Í frv. er hann áætlaður 33 millj. kr. og þá ekki í þessu frv. gert ráð fyrir, að verðtollshækkun sú, er samþ. var á síðasta þingi og gildir til ársloka, verði framlengd eftir áramótin. Sú hækkun var gerð með sérstöku tilliti til þess, að tekin var upp í fjárl. við meðferð málsins á Alþ. upphæð til að standa straum af niðurgreiðslu á vörum, en þar sem engin slík upphæð er tekin upp í frv. þetta, þótti rétt að gera ekki ráð fyrir framlengingu á hækkun verðtollsins. Þessi tekjugrein er alveg háð innflutningnum og verðlagi á erlendum markaði, farmgjöldum og öðrum kostnaði, sem á vöruna leggst, áður en hún kemur til landsins.

Til glöggvunar hef ég látið gera skýrslu um hlutfallið á milli innflutningsverðmætis og verðtolls síðustu 5 árin, með þeim niðurstöðum, er hér greinir:

Ár

Innfl.

Verðt.

%

1000 kr.

1000 kr.

1942

247747

39384

15,9

1943

251301

33933

13,5

1944

247518

36106

14,6

1945

319772

48771

15,3

1946

443288

62285

14,1

73,4

að meðaltali 14,68%.

Það er athyglisvert, hve litlu munar frá ári til árs á hlutfallinu á milli verðtolls og innflutnings. Lægst er það árið 1943 13,5%, en hæst 15,9% árið 1942, og meðaltal 5 áranna er 14,68%. eins og fyrr segir. Af þessu yfirliti má glögglega sjá, hver innflutningurinn þarf að vera að krónutali til þess að áætlunin standist og sé til hægðarauka miðað við 15%, þarf innflutningurinn að nema 220 millj. til þess að verðtollurinn nái áætlun fjárlagafrv., 33 millj. kr. En hvaða líkur eru til að svo mikill innflutningur verði á næsta ári? Það veltur að sjálfsögðu allt á því, hvaða útflutningsverðmætum við höfum úr að spila. Heildarútflutningurinn 1946 nam 291,4 millj. kr. Til septemberloka í ár var búið að flytja út fyrir 201 millj. kr. á móti 204,3 millj. kr. á sama tíma í fyrra. Líkur eru til að heildarútflutningurinn í ár verði ekki minni en 1946, og með tilliti til þess, að árið í ár er ekki gott aflaár og að allir nýju togararnir verði komnir í gagnið á næsta ári, er ekki ástæða til að halda annað en að útflutningsmagnið verði heldur meira á næsta ári. og er þá engin fjarstæða að gera ráð fyrir, að inn verði fluttar vörur að verðmæti fyrir 220 millj. kr., en það er helmingi lægra en árið 1946 og 27 millj. kr. minna en þegar hann var minnstur á undanförnum 5 árum, eða árið 1942. — Lækkandi verðlag á útflutningsvörunum getur að sjálfsögðu breytt þessari áætlun. en um það er erfitt að spá nokkru með neinum líkum.

Samkvæmt fyrrgreindum l. um breyting á tollskránni var vörumagnstollur af benzíni hækkaður úr 1 eyri á kg. í 20 aura og gert ráð fyrir á þ. á. fjárl., að hann mundi nema 5,8 millj. kr. Síðan þessi l. voru sett, hefur verið tekin upp skömmtun á benzíni, sem vafalaust hefur í för með sér minnkandi innflutning á þessari vöru. Með hliðsjón af þessu hefur þessi tekjustofn aðeins verið áætlaður 4 millj. kr. í frv.

Aðrir liðir frv. eru flestir áætlaðir eins og í fyrra, eða með mjög litlum breytingum, enda hefur reynslan sýnt, að þeir breytast lítið frá ári til árs, og þarf ekki að skýra það nánar.

Í till. póst- og símamálastjórnarinnar er gert ráð fyrir halla á rekstri póstsjóðs 940 þús. kr. og rekstrarhagnaði á símanum 87 þús. kr. Þessar till. hafa verið lagðar til grundvallar í fjárlagafrv. að því undanteknu, að lagt er til, að framlag til notendasíma í sveitum verði lækkað úr 1000000 kr. í 500 þús. kr. Var þar byggt á því, að vegna gjaldeyriserfiðleika mundi ósennilegt, að hægt væri á næsta ári að verja svo miklu fé til þessara framkvæmda, því að efnið, sem á þarf að halda og allt verður að kaupa frá útlöndum, er tiltölulega mikill hluti af kostnaðinum. Samkv. skýrslu póst- og símamálastjóra, sem nýlega var birt í útvarpinu, eru þegar komnir símar á 2000 sveitabýli. Það væri að sjálfsögðu ákjósanlegt að hraða þessum framkvæmdum sem mest, en þegar jafnvel brýnustu nauðsynjar eru nú skammtaðar og skornar við nögl vegna gjaldeyrisskorts, virðist verða að fara gætilega um framkvæmdir, sem þola bið, því að ekki verður á allt kosið, þegar vandræðin steðja að.

Fram að síðustu styrjöld var póstur og sími jafnan rekinn með nokkrum hagnaði, og mun tekjuafgangur þessara stofnana hafa nægt til viðhalds og endurnýjunar á eignum stofnananna. Árið 1940 varð halli á rekstri póstsjóðs og 2 síðustu árin hefur mikill halli orðið á rekstrinum. einkum árið 1946, en þá varð tapið kr. 1662045 á pósti og kr. 1623494 á símanum. — Tekjur póstsjóðs voru árið 1939 879 þús., en kr. 4321000.00 árið 1946 og hafa því fimmfaldazt á tímabilinu. Útgjöldin voru aftur á móti 724 þús. kr. 1939, en tæpar 6 millj. kr. 1946 og hafa því áttfaldazt á sama tíma. — Tekjur símans voru 1939 kr. 2824000.00. en 15.5 millj. 1946 og hafa því meir en fimmfaldazt. Útgjöldin voru rúmar 2 millj. kr. 1939. en 17.1 millj. kr. 1946 og hafa því meir en áttfaldazt á tímabilinu.

Sem stendur heldur ríkið uppi einkasölum á nokkrum vörutegundum: Tilbúnum áburði, grænmeti, viðtækjum, tóbaki og áfengi. Lögum samkvæmt er ekki gert ráð fyrir, að ríkissjóður fái neinar tekjur af áburðar- og grænmetisverzluninni, og tekjur af viðtækjaverzluninni eiga að renna til útvarpsins, og skulu þessi fyrirtæki því ekki gerð að umræðuefni hér.

Á fjárlagafrv. er gert ráð fyrir, að hagnaður af tóbaki verði 16.5 millj. kr., eða 1 millj. kr. hærri en í fjárl. þ. á. Samkvæmt reynslu þ. á. mætti búast við meiri hagnaði af tóbakseinkasölunni en ráð er fyrir gert, en vegna þess að tóbaksverzlunin útheimtir tiltölulega mikinn gjaldeyri, þótti ekki ráðlegt að áætla hagnaðinn nema 16.5 millj. kr., ef til þess þyrfti að koma, að draga yrði úr innfl. þessarar vöru vegna gjaldeyrisskorts. — Um áfengið gildir öðru máli. Það kostar tiltölulega lítinn gjaldeyri, en tollur og hin geysiháa álagning skapa hinn mikla hagnað, sem af þeirri verzlun leiðir. Það er því óhætt að reikna með þeim hagnaði af þessari vörusölu, sem gert er ráð fyrir í frv., að óbreyttum ástæðum. Hitt er svo annað mál, að áætlunin um hagnað af þessum 2 fyrirtækjum er byggð á gildandi verðlagi í landinu. Verði breyting á því í þá átt, að verðlagið lækki innanlands, er fyrirsjáanlegt, að ekki verður hægt að halda hinu háa verði á tóbaki og áfengi, sem reynzt hefur framkvæmanlegt í ár. Þess vegna verður óumflýjanlegt að endurskoða tekjuáætlun frv. að því er þessum stofnunum viðkemur, ef breytingar á innanlandsverðlagi til lækkunar ná fram að ganga á Alþingi.

Auk neftóbaksgerðar, sem Tóbakseinkasalan hefur haft með höndum í nokkur ár, og efnagerðar, sem rekin er á vegum Áfengisverzlunarinnar, sem hvort tveggja hefur jafnan verið rekið með nokkrum hagnaði, hefur ríkið starfrækt um alllangt skeið prentsmiðjuna Gutenberg og járnsmíðaverkstæði, sem nefnt hefur verið Landssmiðjan. Prentsmiðjan hefur jafnan skilað hagnaði, er nú orðið fjárhagslega öruggt fyrirtæki, enda verið prýðilega stjórnað frá byrjun. — Landssmiðjan hefur gefið lítið í aðra hönd þau ár, sem hún hefur verið rekin, enda illa að henni búið frá öndverðu. Fékk t. d. aldrei meira en 50 þús. kr. í stofnfé og hefur lengst af orðið að vinna með dýru lánsfé. Bjó um langt skeið við mjög lélegan húsakost, unz í það var ráðizt á stríðsárunum að byggja stórhýsi yfir hana og auka mjög verulega vélakost og áhalda, og má segja, að Landssmiðjan standi nú jafnfætis sambærilegum járn- og vélsmiðjum í Rvík að því er allan útbúnað snertir. En þetta hefur orðið dýrt, og skuldir fyrirtækisins eru nú um 3,9 millj. kr., auk þess sem ríkissjóður hefur nú þegar greitt upp í tap á skipasmíðastöðinni við Elliðaárvog kr. 1650000,00. Enn fremur skuldar Landssmiðjan 682 þús. kr. í ógreidda skatta, sem óhjákvæmilegt verður að afskrifa. Það, sem verst hefur farið með fjárhag Landssmiðjunnar, er bygging skipasmíðastöðvarinnar, sem ráðizt var í árið 1945 fyrir atbeina fyrrv. atvmrh. Áka Jakobssonar. Starfrækslu skipasmíðastöðvarinnar er nú hætt og þessi viðskipti gerð upp með halla upp á 2,3 millj. kr., hvar af ríkissjóður hefur þegar greitt 1650 þús., eins og fyrr segir. Í stöðinni voru byggðir 4 bátar, 66 lesta, og keypt efni í aðra 4 báta, sem ekki hefur verið notað, því að þegar sýnt var, hversu komið var hag Landssmiðjunnar, meðfram vegna þessara bátasmíða, lét núv. ríkisstj. hætta við frekari bátasmíðar þar. Er þetta furðulegt tap á ekki meiri rekstri. Hefur ráðh. sá, er Landssmiðjan heyrir undir, fyrirskipað rannsókn á þessu máli, sem ekki mun enn lokið. En þrátt fyrir það, þó að ríkissjóður greiði hið mikla tap, sem varð á bátasmíðinni, er langt frá því, að fyrirtækið sé komið á öruggan fjárhagslegan grundvöll. Hinar miklu skuldir, sem á því hvíla, munu torvelda samkeppni við hliðstæð einkafyrirtæki, sem bættu mjög fjárhag sinn á stríðsárunum. Það verður því skjótlega að taka ákvarðanir um framtíð þessa fyrirtækis, ef á annað borð sýnist ráðlegt að halda því áfram. En saga þessa fyrirtækis frá byrjun gefur ekki góða raun um, að ríkisrekstur á sviði stóriðnaðar henti vel í okkar þjóðfélagi.

Tvö ný fyrirtæki hafa verið stofnsett í fyrra og í ár. Tunnuverksmiðjur ríkisins á Siglufirði og Akureyri, samkv. l. nr. 32 1946, og Trésmiðja ríkisins, samkv. ákvörðun ríkisstj. Tunnuverksmiðjunum er ætlað það hlutverk að hafa jafnan til nægar umbúðir um saltsíld og selja þær á kostnaðarverði og er þess að vænta, að framleiðslan geti orðið svo ódýr, að hún standist samkeppni við erlendar verksmiðjur. en reynslan ein fær úr því skorið, hvort þetta tekst. — Á þessu ári keypti ríkissjóður vélar af trésmíðaverksmiðjunni „Akur“ og leigði hús til starfrækslunnar til 5 ára. Var þetta gert af brýnni nauðsyn til þess að greiða fyrir byggingarframkvæmdum ríkisins, en reynsla undanfarinna ára hafði sýnt, að oft höfðu þessar framkvæmdir tafizt úr hófi fram vegna örðugleika á að fá smíðaðar hurðir og glugga og annað tréverk, sem nauðsyn krafði. Er þess að vænta, að ekki þurfi að verða tap á þessum rekstri.

Eins og frv. ber með sér, er gert ráð fyrir tæpum 900 þús. kr. tekjuhalla, en greiðsluhallinn áætlaður óhagstæður um því sem næst 20 millj. kr. Hækkun vísitölunnar hefur haft í för með sér, að svo að segja allir útgjaldaliðir fjárl. hækka enn. Við samning þessa frv. hefur athyglinni fyrst og fremst verið beint að því að taka inn á frv. öll lögboðin útgjöld og áætla þau eins nálægt sanni og unnt er. Hefur aldrei komið eins glöggt í ljós og við samning þessa frv., hve umfangsmikill ríkisbúskapurinn er orðinn og hve miklum tekjum ríkissjóðurinn þarf á að halda árlega til að geta staðið undir lögboðnum útgjöldum. — Það mun vera efalítið, að kostnaðurinn við ríkisreksturinn mun vera hlutfallslega meiri á voru landi en t. d. annars staðar á Norðurlöndum. og liggja til þess að sumu leyti eðlilegar orsakir, þar sem slíkur rekstur þarf að vera jafnmargþættur hjá smáþjóð sem fjölmennari þjóðum og margs konar útgjöld, svo sem til samgangna, pósts og síma, löggæzlu, heilbrigðismála, menntamála o. fl., hljóta að verða margfalt meiri í svo strjálbyggðu landi eins og Ísland er, með 1,3 íbúa á hvern ferkílómetra, heldur en í hinum þéttbyggðu löndum álfunnar. En margt bendir einnig til, að óhagkvæm löggjöf, einkum að því er snertir öflun teknanna og úrelt og óhentug framkvæmd á ýmsum sviðum ríkisrekstrarins eigi einnig sinn þátt í að auka á kostnaðinn að ófyrirsynju. Hefur ríkisstj. nýlega skipað n. til að endurskoða rekstrarkerfi ríkisins og koma fram með till. til umbóta á því, sem væntanlega verður hægt að leggja fyrir Alþ. síðar í vetur. En í viðbót við þetta hefur löggjafarvaldið hin síðari ár mjög fært út valdsvið hins opinbera með margháttaðri löggjöf, sem hefur stórum aukin útgjöld í för með sér, sem óhjákvæmilega hlýtur að þyngja byrði skattgreiðendanna og atvinnuveganna, sem eiga að leggja ríkissjóðnum til nauðsynlegt rekstrarfé. Má þar til nefna hina nýju fræðslulöggjöf. l. um nýbyggðir í sveitum, aukin framlög til bygginga í kaupstöðum, raforkul. og síðast, en ekki sízt. l. um almannatryggingar. — Útgjaldaaukning vegna þessara l., sem öll hafa verið sett síðustu 2 árin, veltur á tugum millj., miðað við það verðlag, sem nú gildir.

Niðurstaðan af bollaleggingum mínum um fjárhagsgetu ríkissjóðs á næsta ári var því sú, að þegar búið var að leggja niður fyrir sér, hvaða tekjum mætti gera ráð fyrir og hver lögboðnu útgjöldin yrðu, var tiltölulega lítið eftir til ólögboðinna framkvæmda, þannig að ég sá mig knúðann til, til þess að frv. yrði ekki lagt fyrir hæstv. Alþ. með stórum tekjuhalla, að draga mjög úr framlögum til vegagerða, hafnargerða og skólabygginga, sem nánar skal vikið að síðar. Ríkissjóður hefur haft úr miklu fé að spila á undanförnum árum, og hefði sjálfsagt verið búmannlegra fyrir Alþ. og þingflokkana að leggja eitthvað af því fé til hliðar til þess að grípa til, þegar að kreppti. En þessi leið var ekki farin. Öllu handbæru fé ríkissjóðs og meiru til hefur nú verið eytt í margvíslegar framkvæmdir, bæði á sviði samgöngumála. heilbrigðis- og menntamála, svo að slíks eru engin dæmt til áður á voru landi, og þó að gott eitt megi segja um þessar framkvæmdir yfirleitt, þá hafa þær orðið dýrar, kostað stórfé og hið opinbera, með því að velta miklu af afgangsfénu út til almennings, stórum aukið verðþensluna í landinu og um leið aukið á þau vandræði, sem þjóðin á nú við að stríða. Á stríðsárunum var hér ekkert atvinnuleysi og er sem betur fer ekki enn, og þess er að vænta, ef nýsköpunin reynist eins og vonir standa til, að þeim vágesti sé bægt frá þjóðfélagi okkar næstu árin að minnsta, kosti. En hér er mikill hængur á. Takist ekki að lækka verðbólguna innanlands, munu atvinnuvegirnir brátt komast í þrot og í kjölfar þess ástands. sem þá myndast, mun atvinnuleysið halda innreið sína, með öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem því fylgir.

Um einstaka útgjaldaliði frv. vil ég segja þetta: Framlög til nýrra vegagerða eru áætluð 3 millj. kr. í stað 6,5 millj. á þessa árs fjárl. Er hér um mikla lækkun að ræða af ástæðum, sem áður eru greindar. Bílfærir vegir á landinu eru nú taldir alls 6200 km. og hefur stórum verið aukið við þá á síðari árum. Viðhald allra þessara vega kostar nú orðið mikið fé árlega. Þrátt fyrir að stórfé hafi verið varið til kaupa á nýjum vinnuvélum, hefur viðhaldskostnaður jafnan farið vaxandi frá ári til árs. Samkvæmt skýrslu vegamálastjóra er búizt við, að viðhaldið í ár komist upp í 13 millj. kr. Þetta er geysifé og full ástæða til að athuga, hvar á vegi við erum staddir í þessu máli. Nýir vegir útheimta aukið viðhald, svo að búast má við, að viðhaldskostnaðurinn vaxi jafnt og þétt. Leiðirnar á milli landsfjórðunga og um fjölbyggðustu sveitir landsins þarf að fullgera og halda greiðfærum, svo lengi sem hægt er, en vegagerðir á útkjálkum landsins og yfir fjallvegi, sem ekki eru færir nema 2–3 mánuði ársins vegna snjóþyngsla. eru framkvæmdir, sem auðugri þjóðir en við leyfa sér ekki, nema margfalt meiri flutningsþörf sé fyrir hendi en hér á sér stað um suma milljónavegina, sem byggðir hafa verið á seinni árum. — Ég hef áætlað framlagið í einu lagi, og munu hv. þm. skipta þessu fé í ótal staði, ef að líkindum ræður, en ekki þarf miklum getum að því að leiða, hve illa féð nýtist við að skipta því í 108 staði, eins og gert var á síðustu fjárl., í stað þess að beina fjármagninu árlega að þeim stöðum, þar sem samgönguþörfin er mest.

Sama máli gegnir einnig um hafnargerðir og lendingarbætur. Á núgildandi fjárl. eru veittar 6,3 millj. kr. til hafnar- og lendingarbóta á 65 stöðum á landinu. Hæsta fjárveitingin er 280500 kr. í stað, en minnsta 4300 kr. Á fjárlfrv. er aðeins gert ráð fyrir 3,5 millj. kr. til þessara framkvæmda; vegna þess að ekki muni verða nægar tekjur fyrir hendi, en ég vildi mega leggja til, að þessu fé yrði varið til umbóta á þeim stöðum, þar sem þörfin er mest, í stað þess að dreifa því í allar áttir, eins og áður hefur verið gert.

Hin nýja fræðslulöggjöf er nú farin að segja til sín, þannig að 14. gr. B. menntamál, hefur hækkað úr 14,1 millj. kr. í fjárl. fyrir 1945 í 20 millj. kr. í fjárl. yfirstandandi árs. Við samning fjárlfrv. var reynt að fylgja sem mest till. fræðslumálastjórnarinnar að því er rekstur skólanna snertir, en lækkunartill. hafa mestmegnis beinzt að skólabyggingum. Þannig telur menntmrh., að nauðsyn muni bera til að leggja fram allt að 8 millj. kr. til barnaskólabygginga á næsta ári. Í frv. er gert ráð fyrir 3 millj. kr. auk 2,8 millj. kr. til byggingar héraðs- og kvennaskóla. Alls eru því áætlaðar tæpar 6 millj. kr. til skólabygginga á móts við 4,3 millj. kr. á fjárlfrv. fyrir 1947. Ég tel ekki, að með góðu móti sé hægt að leggja fram meira fé en frv. gerir ráð fyrir, enda er fyrirsjáanlegt, að draga muni úr innflutningi byggingarefnis á næsta ári, þannig að ekki er jafnvel líklegt, að hægt verði að vinna fyrir meira fé en frv. segir.

Til landbúnaðarmála er áætlað alls 16,3 millj. kr. en er í núgildandi fjárl. 16,1 millj. Af vangá hefur fallið úr frv. 500 þús. kr. framlag til Ræktunarsjóðs samkv. l. frá síðasta þingi, þannig að gera má ráð fyrir, að þessi liður verði 16,8 millj. kr. í fjárl. Flestum stærstu framlögunum hefur verið haldið óbreyttum frá því, sem nú er, nema framlag til vélasjóðs hefur verið lækkað úr 850 þús. í 200 þús. kr. og kostnaður við sauðfjárveikivarnir áætlaðar 4260000.00 vegna fjárskipta. er þegar hafa farið fram. Tillag til alþýðutrygginganna hækkar úr 18750 þús. kr. í 24,8 millj. kr. Stafar þessi hækkun af því, að III. kafli tryggingal. á að koma til framkvæmda á næsta ári. en á hinn bóginn sparast ríkissjóði við það allmikið fé, eins og getið er um í athugasemdum við frv. Áætlun Tryggingastofnunarinnar var að vísu 3,8 millj. kr. hærri, með því að gert var ráð fyrir 3 millj. kr. aukaframlagi, og framlag til aukalæknisstarfa var áætlað 800 þús. kr. hærra en í frv. Ef til vill fer það svo, að áætlun frv. stenzt ekki að því er þennan lið snertir og þá verður ríkissjóður að leggja fram það, sem á vantar l. samkvæmt, en ég taldi ekki rétt að taka annað og meira í frv. en l. heimta, og greiðslan fyrir aukalæknisstörf, sem ekki mun vera samið um enn þá, hef ég ekki álitið, að þyrfti að vera meiri en sem svarar launum allra héraðslækna á landinu. Eins og um er getið í aths. við frv., er sú nýbreytni tekin upp samkvæmt ábendingu yfirskoðunarmanna landsreikninganna varðandi 18. gr., að felld er niður sundurliðun á eftirlaunum og styrktarfé, en aðeins heildarupphæðin tekin inn í 4 liðum. Vísast að öðru leyti til aths. Um aðra útgjaldaliði frv. vísast einnig til aths., enda skýra þeir sig flestir sjálfir.

Eftir því, sem fyrir liggur, má telja að hagur ríkissjóðs reikningslega skoðað standi vel. Eignir hans hafa stórum aukizt síðustu árin. Skuldir eru að vísu um 30 millj. í föstum lánum, mest innlend lán, auk yfirdráttarins í Landsbankanum. Þó ber þess að gæta, að skuldbindingar ríkissjóðs eru fleiri nú en fram kemur í reikningum hans.

Fiskábyrgðarl. frá síðasta þingi voru sett til þess að tryggja viðunandi verð fyrir fisk vélbátaflotans á þessu ári, en útlit er fyrir, að með þeim verði ríkissjóði bundinn skuldabaggi, sem ætla má, að nemi varla minna en 23 millj. kr., ef það sem eftir er óselt af hraðfrystum fiski og hálfverkuðum fiski, selst fyrir það verð sem áætlað er. Þá á ríkið einnig ógreiddar nær 5 millj. kr. vegna ábyrgðar á ull vegna framleiðslu áranna 1943–1945. Hér er því að ræða um nær 30 millj. kr. útgjöld, sem ríkissjóður verður að standa straum af, en fyrir tekjum til að mæta þessum kröfum hefur enn ekki verið séð. Haft var fyrir augum, að afrakstur síldarverksmiðjanna í sumar mundi verða það góður, að af rekstrartekjum þeirra mætti fá fé til að mæta þeim halla, er af fiskábyrgðarl. kynni að leiða, en afkoma þeirra reyndist ekki svo góð, að neins sé þaðan að vænta í þessu skyni.

Eignakönnunin, sem lögfest var á síðasta þingi, getur orðið til þess að auka nokkuð tekjur ríkissjóðs á næsta ári, en fram að þessu hefur hún ekki borið annan árangur en þann. að seld hafa verið 1% ríkisskuldabréf fyrir 9,4 millj. kr., mest þannig, að fyrir þau hafa verið látin skuldabréf ýmissa tegunda, en ekki nema 1,7 millj. kr. í reiðu fé.

Ég vil loks minnast á ábyrgðir þær á lánum, sem ríkissjóður hefur á sig tekið samkvæmt ákvörðunum Alþ. Athugun. sem ég hef látið fram fara á þeim í fjárl., sýnir, að þær nema nú á lánum, sem þegar hafa verið tekin, 173 millj. kr., og er þó ekki meðtalin ábyrgð ríkissjóðs á Stofnlánadeild sjávarútvegsins né heldur skuldir síldarverksmiðja ríkisins. Alls hafa verið seld stofnlánadeildarbréf fyrir 14½ millj. kr. og skuldir síldarverksmiðjanna eru um 50 millj. kr., þar af vegna gömlu verksmiðjanna 7 millj. og þeirra nýju 40 millj. auk tveggja millj. til endurbyggingar á mjölhúsi á Siglufirði og milli 1 og 2 millj. til lagfæringa og endurbóta.

Virðist að þessu athuguðu full þörf á því að takmarka meir en hingað til hefur átt sér stað heimildir Alþ. fyrir ábyrgðum af ríkisins hálfu, svo sem við verður komið.

Öllum mun vera það ljóst, að hið alvarlegasta. sem þjóðin á nú við að stríða á sviði framleiðslunnar og í atvinnulífinu yfir höfuð að tala, sé verðbólgan og afleiðingar hennar.

Við höfum nú betri tæknilega aðstöðu en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar þjóðar til að hagnýta auðlindir landsins og bægja böli atvinnuleysisins frá dyrum landsmanna. Viðhorfið í sölu sjávarfurða er allt annað nú eftir þessa síðustu styrjöld og hagkvæmara en það var, þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Þá kom fljótt mikið verðfall afurðanna og margir bjuggust við að svo yrði einnig nú þegar í stað að stríðinu loknu. En það er mjög á annan veg. Matarskorturinn í Norðurálfunni og víðar veldur því, að afurðir okkar eru í bili a. m. k. eftirsóttar og í mjög góðu verði á heimsmarkaðinum. Þetta haggar svo eigi þeirri sorglegu staðreynd, að innanlandsverðlag okkar er mikils til of hátt til þess að framleiðslan svari kostnaði þrátt fyrir tiltölulega hátt verð á hinum erlenda markaði. Togarafloti landsmanna selur nú daglega afla sinn í Englandi við góðu verði, og skara nýsköpunartogararnir þar fram úr af eðlilegum ástæðum. Mun það vera alþjóð manna gleðiefni, hversu vel sá áfangi á framfarabraut okkar í sjávarútvegsmálum byrjar, sem til var stofnað, þegar kaup þeirra skipa voru fest. Vetrarsíldveiðarnar, sem hófust á síðastliðnu ári, virðast ætla að verða nokkur búbót, einnig á þessu ári, eftir því sem nú lítur út. Mætti svo fara, að ýmsir útgerðarmenn og sjómenn, sem brást sumarúthaldið á síld, fengju hag sinn nokkuð réttan í vetur við þessar veiðar, auk þess sem nú er allt útlit fyrir, að úr rætist með beitu til vetrarvertíðarinnar, en fyrir skömmu leit út fyrir mikinn beituskort.

Af hálfu ríkisstj. hefur verið og er starfað að því að fá sem bezta samninga við erlend ríki varðandi sölu afurða og kaup á lífsnauðsynjum okkar. Gömul viðskiptasambönd eru treyst og nýrra leitað. Að þessum málum er nú stöðugt unnið með atbeina sendiherra landsins erlendis og með sérstökum sendinefndum, þegar þess þarf við. Er þess og mikil þörf, að þessum málum sé gaumur gefinn og ekkert látið ógert til að tryggja sölu afurðanna. Ýmis viðskiptalönd okkar búa við erfiða gjaldeyrisaðstöðu og krefjast því af okkur jafnvirðisvörukaupa, ef þau eigi að kaupa íslenzkar afurðir. Þetta má líka gera, en þó aðeins að vissu marki. Öflun frjáls gjaldeyris fyrir meiri part afurðanna er nauðsyn, ekki sízt vegna þess, að flestar aðallífsnauðsynjar, er þjóðin þarfnast, krefjast greiðslu í frjálsum gjaldeyri. Gjaldeyrisforði þjóðarinnar hefur gengið til þurrðar fyrr en varði, og mjög tilfinnanlegur skortur á erlendum gjaldeyri er hér nú ríkjandi, og er það ærið áhyggjuefni, en þó engan veginn eins kvíðvænlegt og hitt, sem vofir yfir, ef ekki finnast úrræði til úrbóta, að framleiðslu þeirra afurða, sem eru undirstaða gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar, verði ekki haldið uppi. Þjóðinni er það lífsnauðsyn, að þeirri hættu sé bægt frá.

Mikil þörf er þess, að öll þjóðin geri sér ljóst, hvað við liggur í þessum efnum og að samvinna Alþingis, ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar náist til að vinna bug á verðbólgunni og þeim afleiðingum hennar, sem eru svo að segja að keyra um koll heilbrigt atvinnulíf í landinu. Þá mun brátt rætast úr gjaldeyrisskortinum og hagur alls almennings verða öruggari en hann er nú.