23.03.1948
Efri deild: 86. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í C-deild Alþingistíðinda. (2306)

76. mál, ríkisborgararéttur

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að segja mikið um það. — Út af þeirri atkvgr., sem á að fara fram um afgreiðslu þessa máls hér nú, vil ég benda á fyrst og fremst, að frv. þetta er flutt af hæstv. dómsmrh. Og ég hygg nú, að hæstv. dómsmrh. hafi ekki verið tilkynnt, að á þeirri dagskrá, sem nú er hér fyrir þessum fundi, sé þetta mál. En nú hafa við þessa umr. verið bornar fram brtt. við frv. Þó að það sé að vísu formlega ekki nema ein brtt., þá er hún þó í fimmtán til tuttugu liðum. Og í þessari hv. d. er þingmannssæti hæstv. dómsmrh. og því hans atkvæðisréttur. Það sér hver þm., að það er ekki verulega þinglegt af d. að fara að greiða atkv. án þess að gera dómsmrh. viðvart um fjölda liða, sem ekki hafa verið lagðir fram fyrir hann núna.