23.03.1948
Efri deild: 87. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 166 í C-deild Alþingistíðinda. (2312)

76. mál, ríkisborgararéttur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Út af ummælum hæstv. dómsmrh. vil ég segja nokkur orð. — Frv. þetta var rætt í d. í dag, og mér finnst ótrúlegt, að hæstv. ráðh. sé á móti frv., a. m. k. upphaflega. Ég hef áður látið í ljós þá skoðun mína, að mér fyndist óeðlilegt. að ráðh. hefði einskorðað vald til þess að veita ríkisborgararéttindi. Og ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. dómsmrh., hvort honum þætti sú lausn þessara mála í framtíðinni eðlileg, að undirbúningur þessa frv. yrði með þeim hætti, að frv. yrði undirbúið og samþ. af ríkisstj. sjálfri. Mín skoðun er sú, að það ætti að athuga þetta mál nánar og athuga þá frekar mál þeirra manna, sem ríkisstj. hefur ekki mælt með, engu síður en hinna. Hæstv. ríkisstj. ætti að vera „konservativ“ í þessu. Hæstv. ráðh. sagði, að það lægi ekkert á að afgreiða þetta mál. Ég vil samt benda á, að undir öðrum lið frv. er aðili, sem mun bíða tjón og það allverulegt, ef hann fær ekki fljótlega borgararéttindi, því að hann á miklar eignir utan Íslands. Ég hef rætt þetta allýtarlega við formann n., en n. leggur til, að frv. nái nú fram að ganga.