23.03.1948
Efri deild: 87. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í C-deild Alþingistíðinda. (2313)

76. mál, ríkisborgararéttur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Ég er sammála hv. þm. um það. að þm. hafi rétt til þess að dæma um þá menn, sem ráðuneytið mælir með. N. hafði þó orð um það að fara lengra, og ég set mig ekki á móti hóflegum kröfum hennar. Varðandi það tilfelli, sem hv. þm. Barð. minntist á, þá skal ég ekki efa, að umgetinn maður eigi eignir erlendis. En slíkt hefur auðvitað engin áhrif á veitingu ríkisborgararéttar, og ef erlendur ríkisborgari heldur, að hann fái frekar ríkisborgararétt fyrir slíkt, þá er það furðulegt, og eins er það furðulegt. ef slíkur aðili fær frekar umráð eigna sinna ef hann skiptir um ríkisfang. Ég er nú kannske ekki nógu góður „júristi“, að ég geti um það dæmt.