13.11.1947
Neðri deild: 17. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í C-deild Alþingistíðinda. (2363)

59. mál, ölgerð og sölumeðferð öls

Sigurður Bjarnason:

Ég vil taka það fram vegna ummæla sem féllu hjá hv. 6. þm. Reykv. (SigfS), að ég tel, að forseti hafi viðhaft fyllilega eðlilega meðferð í þessum efnum. Það hafa komið fram andstæðar kröfur.

Ég vil svo gera grein fyrir atkvæði mínu. Mér er ekki sérstakt kappsmál, að fundi verði fram haldið. en vil í þessu sambandi benda á það. að umr. um þetta mál hefur dregizt úr hömlu venju fremur og 6. þm. Reykv., sem nú biður um frestun á umr., hefur einu sinni áður beðið um slíka frestun. Þó að ég vilji virða rétt þingflokkanna til þess að halda sína flokksfundi, sé ég, þegar þannig er í pottinn búið, ekki ástæðu til að verða við slíkri ósk, og segi því já.