11.11.1947
Neðri deild: 16. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í C-deild Alþingistíðinda. (2406)

69. mál, veiting prestakalla

Flm. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Það eru aðeins örfá orð. Það kom skýrt í ljós, hvað það er, sem hv. þm. Borgf. gerir hér að meginatriði, því að hann segir, að það sé algerlega óhafandi ástand, að trúarskoðanir presta og safnaða séu ekki í samræmi. Það sé óhafandi ástand, að presturinn hafi aðra trúarskoðun en söfnuðurinn. En með því að gera þetta að meginatriði, þá talar hv. þm. gegn núverandi 1. í þessum efnum, eins og því frv., sem hér liggur fyrir. Núverandi skipulag í þessum málum tryggir engan veginn. — og það er hv. þm. ljóst. — að það sé samræmi milli trúarskoðana presta og safnaða. Og ef hv. þm. er það full alvara, að nauðsynlegt sé að slíkt sé tryggt, þá er það rétt, sem ég sagði áðan, að hann verður þá að gera till. um það, að söfnuðirnir geti hvenær sem er afhrópað prestana, ef svo stendur á. Þetta hefur aldrei verið í íslenzkum l. og heldur ekki í 1. nágrannalandanna, og ég held það geti engum dottið í hug í alvöru að setja það í l. Ég vildi því vekja athygli á, að með því að gera nauðsyn þess, að samræmi sé milli trúarskoðana prests og safnaðar, að meginatriði, þá er verið að tala gegn núverandi skipun á þessum málum, engu síður en þeirri skipun, sem þetta frv. gerir ráð fyrir.