15.03.1948
Neðri deild: 73. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 363 í C-deild Alþingistíðinda. (2497)

93. mál, útrýming villiminka

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson) :

Herra forseti. Ég leyfi mér að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann fresti umr. um þetta mál. Landbn. hefur ekki getað haldið fund um málið fyrir 3. umr. þess, en það stafar af því. að fundir n. hafa fallið niður vegna jarðarfara. Hins vegar mun landbn. halda fund á morgun. Hv. þm. Borgf. (PO) er ekki við í dag, en hann mun fýsa að vera viðstaddur, er atkvgr. fer fram um málið. Sökum þessa, sem ég hef hér nefnt, vænti ég þess, að hæstv. forseti fresti umr. um málíð til morguns.