30.01.1948
Neðri deild: 49. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í C-deild Alþingistíðinda. (2555)

107. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Herra forseti. Hv. flm. brtt. á þskj. 282 hefur skýrt frá till. sinni, sem hann flytur ásamt öðrum hv. þm. Eins og hv. þm. sagði, flutti hann á síðasta Alþ. brtt., sem miðaði í sömu átt, en brtt. hans var felld þá. Eins og vitað er, hefur fjárhagsráð heimild til þess í l. að undanþiggja viss leyfi. Till. þessi, sem hér liggur fyrir, er sú að lagt er til að ekki þurfi að sækja um leyfi til fjárhagsráðs fyrir mannvirkjum, sem kosta 50 þús. kr. eða minna, eða að menn vinni sjálfir að verkinu. Nú er það svo, að hæstv. ríkisstj. hefur vald til þess að víkka eða þrengja, en þetta má ekki vera undir því komið, á hvaða stöðum er byggt. Allar undanþágur verða að gilda jafnt. Svo mun síðasta Alþ. hafa litið á. Hvað skýrslugerðum viðvíkur, — þá er búizt við að þær verði mun auðveldari í framtíðinni, en það er nauðsynlegt að afla sem nákvæmastra skýrslna, en slíkt tekur auðvitað nokkurn tíma, þegar um nýskipun er að ræða á málum.

Fjhn.-menn eru mótfallnir þessari brtt., a. m. k. fjórir sem undirritað hafa nál., og leggja til, að hún verði felld.