12.12.1947
Neðri deild: 31. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í C-deild Alþingistíðinda. (2581)

109. mál, stríðsgróðaskattur

Forseti (BG) :

Út af ummælum hv. þm. N-Ísf. skal sú skýring gefin, að mér barst ósk frá hæstv. fjmrh. um, að tvö dagskrármálin. það 8. og 11., yrðu tekin fyrir. En áður hafði komið ósk um það frá Sjálfstfl., að fundi yrði slitið kl. 2. því að flokkurinn ætlaði að hafa flokksfund. Af þessari ástæðu voru þessi mál nú tekin fyrir. Hv. þm. N-Ísf. ber líka að vita, að það er hægt að passa upp á að vera viðstaddur í þd., þegar kemur að hans málum. Ég finn enga sök hjá mér í þessu efni. Og hv. þm. N-Ísf. veit, að ég mun hvorki beita hann né aðra hv. þm. rangsleitni vísvitandi.