15.12.1947
Neðri deild: 32. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í C-deild Alþingistíðinda. (2585)

109. mál, stríðsgróðaskattur

Forseti (BG) :

Ég ætla ekki að fara út í langar umr. um þetta mál. En það er leitt, að sá þm., sem bar þessi skilaboð til forseta, er ekki hér í d. nú, því að með eigin eyrum hef ég heyrt hæstv. fjmrh. segja. að þau skilaboð, sem hann fékk, hafi ekki verið röng, svo að hitt kemur mér ókunnuglega fyrir nú. sem hv. þm. N-Ísf. upplýsir. Annars skiptir það ekki miklu máli fyrir mig persónulega, því að ég fékk skilaboð um það, að 8. og 11. dagskrármál yrðu tekin fyrir. Og að ég gat ekki sett mig í samband við hv. flm. 11. máls, var vegna þess, að hann hafði vikið af fundi, og ég veit ekki hvort hann hefur verið í húsinu eða ekki. En það lá fyrir ósk frá ráðh. um það. að fundi yrði slitið sem fyrst. Allir sanngjarnir menn geta séð, að ómögulegt er fyrir forseta að varast. að rangt væri farið með skilaboð eða þau ranglega fram sett af hæstv. fjmrh.