26.01.1948
Neðri deild: 46. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í C-deild Alþingistíðinda. (2620)

128. mál, ullarverksmiðja í Hafnarfirði

Flm. (Hermann Guðmundsson) :

Herra forseti. Mér skildist á hv. þm. Ísaf., að það sem okkur bæri á milli, væri það, að hér væri að hans áliti of skammt gengið. Sé það aðeins það, þá er ég reiðubúinn að breyta frv. í það horf, að ullarverksmiðja ríkisins fái alla ull landsmanna til vinnslu, því að það tel ég eðlilegast. Ræða hv. 2. þm. Reykv. var algóð upplýsing um málið og að sumu leyti ný upplýsing fyrir mig um það, hvernig málið nú stendur. Mér finnst eðlilegast, að málið verði tekið til rækilegrar athugunar, og ef það kemur í ljós, að ekki er þörf fleiri ullarverksmiðja, þá það. En skoðun mín er sú, að bæta þurfi við ullarverksmiðjurnar og þá tel ég, æskilegast, að ríkið hafi reksturinn með höndum.