15.03.1948
Neðri deild: 73. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í C-deild Alþingistíðinda. (2650)

180. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson) :

Herra forseti. Ég vil fara fram á það við hv. þm. Ísaf., að hann geymi brtt. sína, þar til við 2. umr. málsins, svo að menntmn. geti athugað hana á milli umr. Eins og nú standa sakir, liggur ekkert fyrir um það, hversu mikið fé til skemmtanaskattsins muni koma utan af landi. Hins vegar er vitað, að hljómsveit þessi muni vinna mikið fyrir ríkisútvarpið, eins og segir í grg., sem fylgir frv. Fyrir þau störf mundi hljómsveitin geta aflað töluverðra tekna, og með nokkrum styrk af almannafé ætti hún að vera fjárhagslega tryggð. Með því að starfa fyrir ríkisútvarpið mundi sveitin þannig starfa fyrir allan landslýð. Slík hljómsveit ætti að auðga mjög tónlistarlíf landsmanna, engu síður en þjóðleikhús og háskóli hafa þau áhrif, að þau mega teljast nauðsynlegar menntastofnanir fyrir allt landið. Á þessu stigi málsins ræði ég ekki brtt. hv. þm. Ísaf., og ég vil mælast til þess. að umr. um hana bíði þar til við 2. umr., er menntmn. hefur athugað, hvað í henni felst.