18.03.1948
Neðri deild: 76. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (2668)

180. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Forseti (SB):

Varðandi ósk hv. 6. þm. Reykv. um. forsetaúrskurð skal tekið fram, að breytingin á frv. er svo mikil, að nálgast gerbreytingu. Ég vil benda á. að til þess að till. megi koma til umr., þarf afbrigða við, Hæstv. ríkisstj. og þm. ráða því, hvort synjað verður um afbrigði. Forseti treystir sér ekki til að dæma um þetta mál og leggur það á vald hæstv. ríkisstj. og deildar, hvort afbrigði verða leyfð.

Þessi till. (sjá þskj. 584) er skrifl. og of seint fram komin. Vill hæstv. ríkisstj. leyfa afbrigði fyrir henni?