20.12.1947
Efri deild: 43. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. — Fjhn. ber fram tvær skriflegar brtt. við frv., og er hvorug stórvægileg. Sú fyrri er við 14. gr. frv. og er svo hljóðandi, að í stað orðanna „forsjármaður heimilis“ komi: maður. En orðalagið í gr. er þannig: „Nú stundar forsjármaður heimilis atvinnu fjarri heimili sínu, og skal þá ekki telja honum til skattskyldra tekna fæðishlunnindi, sem hann kann að hafa hjá atvinnurekanda.“ En með brtt. er gert ráð fyrir, að þarna komi: Nú stundar maður atvinnu fjarri heimili sínu o.s.frv. Meiningin með þessari breytingu er öllum auðsæ, að þessi hlunnindi, ef menn dveljast utan heimilis, nái til allra slíkra manna, hvort sem þeir eru forsjármenn heimilis eða ekki. — Þá ber meiri hl. n. fram aðra skrifl. brtt. við brtt. sína á þskj. 245, við 18. gr.brtt. var tekin aftur við 2. umr., og er hún um það, að í staðinn fyrir „flökum“ í endi fyrstu málsgr. komi: fisktegundum.

Um aðrar brtt., sem teknar voru aftur til 3. umr., er það að segja, að hver einstakur nm. hefur áfram óbundnar hendur um þær, þó með þeim fyrirvara, sem ég gat um í dag við 2. umr. málsins, en vitanlega eru menn nokkuð bundnir af því samkomulagi, sem þegar hefur verið gert milli þeirra flokka, sem styðja ríkisstj.

Ég afhendi hér með hæstv. forseta þessar skriflegu brtt.