27.02.1948
Efri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í C-deild Alþingistíðinda. (2726)

62. mál, menntaskólar

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs til þess að fara fram á frest fyrir að taka 2. dagskrármálið (Menntaskólar) fyrir í dag. Ég sé, að hæstv. utanrrh. flytur brtt. við það mál, en hann er nú enn ekki kominn úr ferð sinni til útlanda, en von er á honum á morgun. Ég vil því eindregið mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki út af dagskrá 2. dagskrármálið.