20.12.1947
Efri deild: 43. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (283)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Gísli Jónsson:

Ég skal ekki verða langorður. Það er misskilningur, að ég ætti sérstaklega við starfsfólk spítalanna. Ég vil benda á, að allt þjónustufólk á hótelum kemur undir það sama.

Hv. þm. (GÍG) kom ekki að því, sem er kjarni málsins, að þetta átti að gilda eingöngu fyrir sjómenn vegna áhættuþóknunarinnar. Ég leyfi mér því að bera fram brtt., að í staðinn fyrir „forsjármaður heimilis“ komi: sjómaður. Vænti ég, að þetta leysi úr deiluatriðinu.