20.12.1947
Efri deild: 43. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Þó að ég sé í sjálfu sér samþykkur því, að mönnum sé heimilað að selja á þennan hátt, þegar svo ber undir, þá álit ég óþarft að setja þetta í lög, sérstaklega þessi lög. Að öðru leyti er hætta á því, ef þessi breyt. yrði sett inn í gr., að það stangaðist á við niðurlag þessarar sömu gr., sem hljóðar svo: „Nú seljast afurðir, sem ábyrgð er tekin á, hærra verði en ábyrgðarverði, og rennur þá sá hluti andvirðis, sem umfram er, í ríkissjóð, unz hann er skaðlaus orðinn af ábyrgð á fiskafurðum samkvæmt þessum lögum.“ Þetta getur því aðeins orðið, að ríkisstj. hafi á þessu fullt vald, og vegna þess vil ég ekki rugla greininni og segi því nei.

Brtt. 251 samþ. með 9:4 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BrB, GJ, GÍG, HV, JJós, SÁÓ, StgrA, ÁS, BK.

nei: EE, PM, ÞÞ, BSt.

PZ, BBen greiddu ekki atkv.

2 þm. (HermJ, LJóh) fjarstaddir.

2 þm. gerðu svolátandi grein fyrir atkv.: