20.12.1947
Efri deild: 43. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Hannibal Valdimarsson:

Með því að ég lít svo á, að í þessu frv. felist ákvæði, sem skapi aukið atvinnuöryggi, sem ég tel, að veiti verkalýð landsins betri hagsbætur heldur en sem nemur þeirri kaupskerðingu, sem binding vísitölunnar leiðir af sér, þá greiði ég atkv. með þessu frv. Auk þess virði ég það við núv. hæstv. ríkisstj., að hún hefur með því að bera þetta frv. fram sýnt viðleitni í að gera þó eitthvað í dýrtíðarmálunum, sem ég líka vænti, að verði til góðs, og hefur hún þá gert betur heldur en tvær síðustu ríkisstjórnir á undan henni, sem gengið hafa alveg á snið við dýrtíðarmálið.