22.03.1948
Efri deild: 84. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í C-deild Alþingistíðinda. (2991)

194. mál, menningarsjóður

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Það má náttúrlega vísa málinu til n. fyrir mér, en þá er eðlilegast, að það fari til annarrar n. en þeirrar, sem flytur það. En það liggur í hlutarins eðli, að þótt nm. áskilji sér að hafa óbundnar hendur við atkvgr., þegar þeir flytja málið fyrir hæstv. ráðh., þá muni þeir, ef þeir annars ætla að láta málið ná fram að ganga, taka það til athugunar milli umr. Og þetta frv. verður ekki tekið á dagskrá til 2. umr., fyrr en nm. hafa um það fjallað á ný og tekið afstöðu til þess. En ef hv. þm. vilja vísa frv. til annarrar n., þá er sjálfsagt að bera slíka till. upp.