21.01.1948
Sameinað þing: 35. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í D-deild Alþingistíðinda. (3053)

117. mál, hreinsun Hvalfjarðar

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Út af því, sem kom fram hjá hv. þm. Borgf., skal ég upplýsa, að tilmæli ráðuneytisins um ljósmerki í Hvalfirði hafa verið send vitamálastjóra, eftir að þær baujur voru settar, sem hann minntist á. Það var farið fram á frekari aðgerðir, og mun ég leitast við að fylgjast með því, að vitamálastjóri fylgi þessu fljótt fram. Um stærra atriðið vil ég vísa til þess, sem ég áðan sagði, en þar erum við á sömu skoðun.