17.03.1948
Sameinað þing: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í D-deild Alþingistíðinda. (3100)

131. mál, embættisbústaðir

Frsm. (Helgi Jónasson) :

Herra forseti. Fjvn. hefur athugað þessa till. og leggur til, að hún verði samþ. óbreytt. Það kom skýrt fram í n., að ýmsir nm. litu svo á, að þetta mál, sem till. er um. sé komið í nokkuð óvænt efni, og að það þurfi að taka til rækilegrar athugunar þessi lög um embættismannabústaði. Nú er ríkjandi mjög mikið ósamræmi í framkvæmdum hins opinbera á byggingu embættismannabústaða. Og margir eru þeirrar skoðunar, að fulllangt sé búið að ganga í því að leggja ríkinu skyldur á herðar til þess að byggja yfir marga embættismenn. — Fjvn. er sammála um að vænta þess, að hæstv. ríkisstj. taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar.