17.03.1948
Sameinað þing: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í D-deild Alþingistíðinda. (3154)

39. mál, gjaldeyrir til námsmanna erlendis

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég vil aðeins benda á það, hvort það væri þá ekki betra að fresta afgreiðslu málsins um sinn og allshn. hefði viðtal við viðskiptan. og kynnti sér málið betur, og hvort hægt væri að sjá fram úr því, að framkvæmdin færi betur úr hendi en verið hefur, heldur en fara nú að bera upp þessa brtt. frá hv. þm. Barð. Segjum, að hún yrði felld af því, að það þætti of ákveðið að setja það inn í ályktun, að undir öllum kringumstæðum skyldi yfirfæra, þá mundi það síður en svo greiða fyrir því, að hægt væri að fá leyst úr kannske vissum dæmum, þar sem eðlilegt væri, að þetta væri tekið til greina.