03.03.1948
Sameinað þing: 49. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í D-deild Alþingistíðinda. (3348)

33. mál, fiskþurrkun við hverahita

Jónas Jónsson:

Herra forseti. Eftir atvikum get ég talið, að þetta sé viðunandi afgreiðsla. Ég bjóst ekki við, að á þessu þingi mundi verða farið út í húsbyggingar í þessu skyni og geri ráð fyrir, að eðli málsins og nauðsyn þjóðarinnar muni fyrr en varir knýja fiskframleiðendur og ríkisstj. til þess að fara inn á þessa leið, og vísa til þeirra raka, sem fram komu við fyrri hluta umr. um þetta.