23.10.1947
Sameinað þing: 13. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í D-deild Alþingistíðinda. (3442)

26. mál, læknisbústaður í Flateyjarhéraði

Flm. (Gísli Jónsson):

Ég hef á þskj. 27 borið fram till. til þál. um að skora á ríkisstj. að láta nú þegar gera allan nauðsynlegan undirbúning til þess, að byggður verði læknisbústaður í Flateyjarhéraði svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en fyrir árslok 1948 og heimila til þess fé úr ríkissjóði.

Ég get að langmestu leyti látið mér nægja að vísa til grg. um þetta mál, en vil þó leyfa mér sérstaklega að benda á, að það er svo mikill vandi aðsteðjandi í þessu máli fyrir héraðið, að það verður á einhvern hátt að greiða úr því á þessu þingi. Ég geri ráð fyrir, að n. fái málið til meðferðar og leiti sér allra upplýsinga í sambandi við það. Ég skal ekki þreyta hæstv. forseta með lengri framsögu, en óska, að till. verði að umr. lokinni vísað til fjvn.