23.10.1947
Sameinað þing: 13. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í D-deild Alþingistíðinda. (3446)

26. mál, læknisbústaður í Flateyjarhéraði

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Það hefur ekki komið neitt frá mþn. enn, sem skipuð var fyrir alllöngu síðan til að athuga þetta mál og gera till. til úrbóta, en ég skal ganga eftir því, að sú n. skili áliti.

Ég vil aðeins í sambandi við þessa þáltill. og það, sem hv. þm. Barð. sagði um samanburð við prestssetur, skólastjórabústaði, sýslumenn og bæjarfógeta, segja það, að ég vil gjarnan vera með í því að endurskoða þessi mál í sambandi við þá þáltill., sem hér liggur fyrir, og beita mér fyrir því, að athugað sé, hvernig þessi mál standa og hver þörfin er, og að það yfirlit geti orðið lagt fyrir Alþingi. Það gæti vei verið ástæða til að breyta löggjöfinni að þessu leyti, og mætti snúa inn á þá breyt., ef mönnum sýndist það skynsamlegt.

Ég vil í sambandi við þetta mál benda á, að ekki er annað hægt en að athuga það sérstaklega vel, þegar svona till. koma fram, og það er það, sem ég fyrir mitt leyti vil eiga hlut að.