27.10.1947
Sameinað þing: 15. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í D-deild Alþingistíðinda. (3479)

30. mál, vínveitingar á kostnað ríkisins

Flm. (Skúli Guðmundsson) :

Herra forseti. Við höfum leyft okkur, nokkrir þm., að flytja hér á þskj. 31 þáltill. um að afnema vínveitingar á kostnað ríkisins. Ég flutti till. á síðasta þingi, sem var samhljóða þessari, en henni var vísað til nefndar og þar dagaði hún uppi. Þetta mál er því það kunnugt, þar sem það hefur áður verið til meðferðar, að ekki sýnist þörf frekari útskýringa. Ég get búizt við, að það verði talið eðlilegt að athuga málið í þingnefnd, og vil ég því leggja til, að umr. verði frestað og allshn. látin fá málið til umsagnar.