26.11.1947
Sameinað þing: 25. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í D-deild Alþingistíðinda. (3538)

46. mál, vinnuhælið á Litla-Hrauni

Flm. (Jónas Jónsson) :

Herra forseti. Þetta mál er afar einfalt. Litla-Hraun er aðalfangelsi landsins, en er of lítið. Menn bíða í tugatali til að geta afplánað hegningu. Bygging nýs fangahúss í Reykjavík yrði of dýrt fyrir landssjóðinn, og þess vegna ber ég fram till. um að byggja nýja byggingu að Litla-Hrauni, sem sé byggð af vistmönnunum sjálfum. Þeir vinna að múrsteinagerð, en úr slíku efni má byggja vandað einnar hæðar hús, og þannig er hægt um vik fyrir ríkið að bæta úr vöntun þeirri, sem nú er í þessum efnum. Ég hef ástæðu til að ætla, að hæstv. dómsmrh. sé hlynntur málinu. Ef till. fer til hv. fjvn. og nær samþykki hennar, þá er ákveðin eyðsla á verðmæti, sem er til, að kostnaður sá, sem yrði vegna þessa, mundi fara nýjar brautir og ekki þyrfti að bíða eftir fjárlögum. Ég vona, að hv. fjvn. athugi þessa hlið málsins, er hún fær það í sínar hendur. Ég hef svo ekki meira um þetta að segja í bráðina.