26.11.1947
Sameinað þing: 25. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 447 í D-deild Alþingistíðinda. (3593)

86. mál, réttindi Íslendinga á Grænlandi

Flm. (Pétur Ottesen) :

Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að umr. um þetta mál verði frestað. Mér þykir ekki ómaksins vert að fara að reifa málið hér, þar sem ekki eru nema örfáir hv. þm. mættir á fundi og enginn af hæstv. ráðh., sem ég vildi, að fengju tækifæri til þess að hlusta á umr. um þetta mál. Ég vildi þess vegna eindregið mælast til þess, að málið verði nú tekið af dagskrá og hæstv. forseti taki það til meðferðar á fundi, þannig að fundur gæti heitið.